Són - 01.01.2010, Blaðsíða 64
HÓLMFRÍÐUR INDRIÐADÓTTIR64
7
Eg það viður altarið
auðmjúkt niður beygi sinni,
öðlast lið og æðstan frið
er oss styður í hörmunginni.
8
Ljóss til hæða’ ef hugur nær
hefjast, gæða ró svo fangi,
himnesk ræða huggað fær
hér á mæðu stirðum gangi.
9
Reynslu halda rétt eg vil
rúnaspjalds er fræðing gefur,
það ósjaldan sjónarspil
sett alvaldur Guð oss hefur.
10
Það eitt fann eg sæla sé,
sefar hann í þrauta standi
ef vor sanna umgengni
er á himnanna föðurlandi.
11
Sú burt stuggar sól yndis
sorgarskugga’ og grafarkælu,
sá fer huggun síst á mis,
sviptur ugga, von um sælu.
12
Fleira mætti færa hér
fram í slætti hörpu ljóða,
sann-ágætt er sýnist mér,
sem nú hætti eg að bjóða.
13
Með óflúrað mærðar rugl
mun gullsnúru vilja Gefni,
knör Kjalars: skáldskapur
drykkur Fjalars: skáldskapur
staup Hjarranda: skáldskapur Gefn gullsnúru: kona
1
Nausti’ úr hrekst minn Kjalars knör,
hvernig tekst það reynslan skýrir;
hratt fram ekst hans ekki för
af því sextug kerling stýrir.
2
Eins mun fara um Fjalars drykk,
finnst hann spar í hyggjusjóði;
öld mig bara ætlar gikk
ef eg Hjar[r]ands staupið ljóði.
3
Óð því syng eg sjálfri mér
sinnis ringa’ ef mætti ama;
minn jafningi’ ef einhver er
eyða þvingun kann við sama.
4
Skemmtin kvæði skapa ró,
skýr uppfræðing yndi veldur,
betri’ úrræði þurfum þó
þegar glæðist mótgangseldur.
5
Margoft sker oss mótgangs þrá;
margt til ber um lífsins vegu.
Erum hér, ef að skal gá,
í musteri tígulegu.
6
Eitt eg ræði altari
allra gæða helgidóminn,
vort líf glæðir vermandi
vísdóms hæða sólarljóminn.
Þriðja ríma
76 erindi. Nýhent, hringhent