Són - 01.01.2010, Blaðsíða 96
JÓN B. GUÐLAUGSSON OG KRISTJÁN EIRÍKSSON96
sögutímanum og sagt er að í sláturtíðinni á haustin fari hann í
heimsókn á stórbýlin uppi í dalnum. Hann gengur í bæinn og
rekur ættir manna svo langt sem hann veit, kveður drápu yfir
hinum sofandi. Úr þannig ferð kemur hann heim með pokann
fullan af kæfu. Gísli er einnig leikinn í læknalistinni og er ómiss -
andi, þar sem sex mílur eru til næsta læknis. Uppáhalds lyf hans
er hvannarót í brennivíni og er með ólíkindum hve mikið lækn -
ast með þessu í firðinum.2
Ekki var það þó nein ofangreindra heimilda sem varð tilefni til
skrifa um Gísla, heldur tvær fornlegar skræður frá hans hendi sem nú
eru komnar í Þjóðarbókhlöðu. Er á þeim ærinn aldursmunur. Hin
fyrri, hér nefnd Dagblöð, er frá árinu 1844, en hin síðari, Póesíubók,
skrifuð á árunum 1880–1882. Verður þeim lýst nánar síðar. En áður
en að því kemur skulum við huga frekar að manninum sjálfum og
lífs hlaupi hans.
Í þjóðsögum Sigfúsar „Sagna“ segir svo í þætti „Frá Evert sterka“:
Evert hinn sterki Wíum son Hans Wíums eignaðist Margrétu
dóttur séra Halldórs að Desjarmýri; voru þau Evert og Margrét
systrabörn. Þau eignuðust Húsavík austur með öllum hjáleig -
um, 66 hundruð að fornu mati. En eigi var þeim fjárhagur lag -
inn. Margrét var forkunnar fögur sýnum. Evert þótti all þung ur
til vinnu. Um hann var gerð þessi vísa:
Karskur gerði kjúkuna
karl með huga fríum;
lagði niður lúkuna
langi Evert Wíum.
Þau Margrét sóuðu jarðeigninni og græddi hana úr höndum
þeirra Ólafur Hallgrímsson að Nesi. Fóru þau Evert þá að
Gunnlaugsstöðum í Skógum en Ólafur í Húsavík. Börn Everts
og Margrétar voru þessi 7 er upp komust: Halldór, Níels, Jens,
Brynjólfur er varð jarðyrkjumaður, fróður og víðförull en all -
undarlegur, Hans er varð barnakennari erlendis, fluggáfaður
2 „Hinn stóri heimur víðsfjarri“. Sjómannablaðið Víkingur. 46. árgangur, 7.–8. tbl. 1984,
bls. 57.