Són - 01.01.2010, Blaðsíða 35

Són - 01.01.2010, Blaðsíða 35
FYRSTU LEIRSKÁLDIN 35 Lokahugleikur Hér verður ekkert sannað. En það merkir ekki að óleyfilegt sé að smíða tilgátur og reyna að leiða að þeim rök. Það skal nú gert. Orðið arnarleir kemur aðeins fyrir í einu handriti Eddu, DG 11, sem skrifað var í upphafi 14. aldar. Í öðrum handritum er talað um skáld- fíflahlut. Ekkert er því til fyrirstöðu að Snorri Sturluson hafi smíðað orðið arnarleir eftir hugmynd frá Þórarni stuttfeldi, sem talaði um leir ara hins gamla. Það virðist augljóst að nafnleysinginn sem þá sauð fyrir að yrkja níð um Snorra þekkti vísu Þórarins stuttfelds. Hins vegar er líka alveg ljóst að háðið varð miklu beittara ef áheyrendur vissu að Snorri hefði búið orðið arnarleir til. Það er sálfræðilega séð afskaplega ósennilegt að Snorri hafi sett orðið arnarleir í Eddu eftir 1220, þegar það hafði verið notað til að níða hann. Það sem við teljum okkur vita um skrifara og ritstjóra DG 11 bendir til að skrifarinn hafi verið nákvæmur og ekki bætt við frá eigin brjósti. Ritstjórnin er greinilega höll undir minningu Snorra og Sturlunga almennt. Það væri ótrúlegt að menn hefðu þá bætt inn orðinu sem kallaði á níðvísuna um Snorra. Hafi arnarleir hins vegar staðið í forriti væri mjög líklegt að það fengi að standa.28 Goðsögnin um skáldamjöðinn er miklum mun frumstæðari (og almennt lakari) í DG 11 en í Gks 2367 4to. Ég hef annars staðar reynt að sýna að það sé fásinna að reikna með að sagan í DG 11 sé smíðuð með því að aflaga hina frábæru frásögn í Gks 2367 4to.29 Bræðurnir Sighvatur og Snorri (?) nota báðir orðasambandið að „taka hein úr pússi sínum.“ Þeir eru ekki aldir upp saman svo það er varla gerandi ráð fyrir að þetta sé „Sturlungabrandari,“ en þekki Sighvatur til Eddugerðar eftir Snorra þar sem Óðinn er látinn skapa stríðsástand með því að taka hein úr pússi sínum, þá verður skopið í sjálfshóli hans enn beittara en ella. Ef Snorri hefur samið drög að Eddu áður en hann hélt til Noregs árið 1218 og skilið eftir á Íslandi, hafa eflaust einhverjir byrjað að 28 Um vissa drætti í skrifaraeðli DG 11 höfum við Lasse Mårtensson skrifað í Scripta Islandica 2008. Síðan hefur Lasse bætt ýmislegu við í rannsóknum sínum. 29 Heimir Pálsson 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.