Són - 01.01.2010, Blaðsíða 185
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 185
26 Marinetti. „Stofnun og stefnuyfirlýsing fútúrismans“, s. 99.
27 Sama rit, s. 104.
28 Sama rit, s. 101.
29 Poggioli. The Theory of the Avant-garde, s. 93.
í veigamiklum atriðum verið fangin í mælskulist framúrstefnunnar
sjálfrar.
Myndin, sem oft er brugðið upp af dauða framúrstefnunnar, á að
nokkru leyti rætur í fagurfræðilegri hugmyndafræði hennar sjálfrar,
þar sem myndmál fæðingar og dauða hefur gegnt lykilhlutverki allt
frá útgáfu stofnunaryfirlýsingar ítalska fútúrismans. Þar lýsir Mari -
netti því hvernig fútúristarnir lenda í bílslysi en skríða loks end ur -
fæddir upp úr „móðurlegri skoru“ verksmiðjuskurðar og njóta þess
að „þamba styrkjandi eðju“ hans, sem minnir höfundinn á „helgan og
svartan spena súdanskrar brjóstmóður [s]innar“.26 Í framhaldinu full -
yrðir Marinetti að listamenn framtíðar muni „anda að sér ilminum af
rotnandi anda okkar sem þegar verður helgaður grafhvelfingum
bókasafnanna“.27 Dauðinn sem hér er lýst er þó á einhvern hátt
tvíbentur – fútúristarnir lýsa yfir fæðingu hinnar nýju menningar þar
sem þeir „standa á aldanna ystu nöf“28 og því er jafnframt lýst
hvernig þeir munu að lokum brenna verk sín í vitund um eigin yfir-
burði. Dauði einnar framúrstefnuhreyfingar getur af sér möguleikann
á fæðingu annarrar – staða fútúristanna á „aldanna ystu nöf“ undir -
strikar aftur á móti að hér er komið að einhverskonar sögulegum
endalokum. Þannig reynist hugmyndin um að engin framúrstefna sé
möguleg eftir tíma sögulegu framúrstefnunnar á vissan hátt fangin í
goðsagnasmíð framúrstefnunnar sjálfrar. Á hinn bóginn reynist
einnig hugmyndin um hringrás, þar sem ein hreyfing hrekkur upp af
til að ný megi fæðast, eiga uppsprettu sína í sögulegri rökvísi framúr -
stefnunnar. Á þversagnakenndan hátt felur yfirlýsingin um dauða
framúrstefnunnar í sér að goðsögn hennar er haldið á lífi. Dauði
framúrstefnunnar er mælskufræðileg nauðsyn, sem gerir þeim sem
lýsir dauða hennar yfir kleift að taka yfir hlutverk hennar. Jafnvel
mætti ganga lengra í að leggja út af þessari mælskufræðilegu þver-
stæðu og benda á að þegar sá tími renni upp að menn hætti að lýsa
yfir dauða framúrstefnunnar sé hún endanlega úr sögunni. Dauði
framúrstefnunnar er hluti af goðsögn hennar; hún hrörnar og hrekk -
ur loks upp af en reynist með einhverjum hætti alltaf vera fær um að
„lifa af eigin líkbrennslu og rísa endurfædd úr öskunni, líkt og fuglinn
Fönix“, svo vitnað sé í orð Renatos Poggioli.29