Són - 01.01.2010, Blaðsíða 83
THEKLA LEGGUR LAND UNDIR FÓT 83
Lokaerindið lýsir dauða bjarkarinnar – en um leið tengist það mann -
inum sjálfum og örlögum hans; lífi, dauða og endurfæðingu:
Nú skelfurðu vetrar af hreggbyljum hrist
Og hver mun nú líta við barrlausum kvist?
Það fölnar í dag, sem var fagurt í gær,
En frosnum á barmi mitt vonarlauf grær,
Þig ljúfasta lít ég í dauða.
Matthías Jochumsson
Matthías Jochumsson frumsemur ekkert undir hætti Schillers, en í
einum þætti „Bóndans“, gríðarlöngu söguljóði eftir Anders Hovden,
sem hann þýðir, er fimm erinda kafli, „Þórir í Vík“, undir hættinum.
Þannig er fyrsta erindið:22
Ég veit þá mey, sem er mær og blíð
sem munarsólin í Bröttuhlíð,
og hún á augu svo unaðsgljúp
með æðri perlur en sjávardjúp.
Í skóginum ljúflingar leika.
Hér fer Matthías heldur frjálslega með hátt Hovdens sem er
frábrugðinn svo sem hér sést þegar sama erindi er tilfært:23
Eg veit meg ei Gjenta so varm og blid
Som Morgensoli i Austerli.
Ho eig eit Par Augo, den Drosi glup,
Meir rike paa Perlur enn Havsens Djup.
Langt inni Skogen der leikar det.
22 Matthías Jochumsson (1958:157).
23 Hovden (1902:41). Í formála þýðingar sinnar á „Bóndanum“ kallar Matthías skáld-
bróður sinn Andrés Höfða og hefur þetta að segja um hann: „Skáld þetta er maður
hálffimmtugur og er nafnkunnur ræðumaður, fríður maður sýnum, frjáls lyndur og
þó djúpvitur [!!], allra manna skemmtilegastur. Svo þótti hann oss er hann heim sótti
land vort í flokki skólakennaranna frá frændþjóðum vorum í fyrra“ (Hovden.
1907:3–5). Þess skal getið að eftir Hovden þennan voru fleiri ljóð þýdd, m.a. ljóðið
„Til Íslands“ sem Bjarni frá Vogi þýddi (Bjarni Jónsson frá Vogi (1916: 53–54).