Són - 01.01.2010, Blaðsíða 200
BENEDIKT HJARTARSON200
mun jákvæðari hátt en niðurlagsorð greinarinnar kunna að gefa í
skyn). Umfjöllun Hjalta Snæs er allrar athygli verð, enda er grein
hans ein fyrsta markverða tilraunin til fræðilegrar umræðu um ljóða -
gerð Nýhil-hópsins.
Í samhengi umræðunnar um nýframúrstefnu eru það þó einkum
þau viðhorf til framúrstefnu sem hér birtast sem eru athyglisverð, sem
og forsendurnar sem þau byggja á. Í fyrsta lagi ber að nefna ákallið
eftir „alvöruumræðu“, en líkt og lýst hefur verið að framan beinist
sjálf hugmyndin um framúrstefnu í eðli sínu gegn hugmynd inni um
samræðu. Í stað uppbyggilegrar umræðu stefnir nýframúrstefnan að
mótun átakavettvangs, er geti þjónað sem uppspretta kröftugrar ljóð-
menningar sem geymir ólíka og að hluta til andstæða strauma og
hefðir. Fagurfræði nýframúrstefnuhreyfinga eins og Nýhil-hópsins
byggir á höfnun hugmyndarinnar um samræðu, þróun eða þroska á
sviði menningarinnar og þessi höfnun birtist hvergi jafn afdráttarlaust
og í yfirlýsingaforminu. Hugmyndin um hið nýja, sem er drifkraftur -
inn í mælskulist framúrstefnunnar, byggir á fagurfræði föðurmorðs -
ins, háðsglósunnar, nöldursins og niðurrifsins. Skítkastið er skáldleg
aðferð sem beitt er á skipulegan hátt í því meðvitaða „vanhugsaða
föðurmorði“74 sem framúrstefnan stefnir að leynt og ljóst. Stefnumið
nýframúrstefnunnar býr í sjálfu andartaki niðurrifsins. Í starfsemi
sögulegu framúrstefnunnar má greina ummerki alræðishyggju, þar
sem stefnt er að sköpun menningarlegrar útópíu sem sprettur af hinni
nýju fagurfræði, en nýframúrstefnan segir skilið við slíkar útópískar
hugmyndir. Í samhengi nýframúrstefnunnar eiga þau augljósu sann -
indi sem Úlfhildur Dagsdóttir hefur lýst – með sérstakri skírskotun til
Nýhil-hópsins – ekki við: „Augljóslega hlýtur öll andspyrna gegn
fagurfræði ævinlega að hverfast í það að verða að nýrri fagurfræði, líkt
og er nú orðið áberandi í verkum sumra Nýhil skálda; þegar
skáldleikanum er hafnað svo ákaft verður einfaldega til nýr skáld -
leiki.“75 Lykilatriðið sem hér er horft framhjá er sú gagnrýna írónía
sem hefur verið drifkraftur framúrstefnunnar frá og með sögulegum
skilum heimsstyrjaldarinnar síðari.
74 Eiríkur Örn Norðdahl. „Dánarrannsóknir og morðtilraunir“, s. 46.
75 Úlfhildur Dagsdóttir. „Ljóð og flóð“, s. 70.