Són - 01.01.2010, Blaðsíða 183
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 183
21 Í þessu samhengi má einkum vísa til ritgerðar Baudelaires, „Le Peintre de la vie
moderne“ [„Málari hins nútímalega lífs“] frá 1863, þar sem segir m.a.: „Nútíminn
er hið skammvinna, hið hverfula, hið ófyrirséða, annar helmingur listarinnar, en
hinn helmingurinn er hið eilífa og hið óumbreytanlega.“ (Ch. Baudelaire. „Le
Peintre de la vie moderne.“ Œuvres complètes, 2. bindi, ritstj. Claude Pichois. París:
Gallimard, 1976, s. 683–724, hér s. 695.)
22 Filippo Tommaso Marinetti. „Stofnun og stefnuyfirlýsing fútúrismans“. Þýð.
Benedikt Hjartarson. Yfirlýsingar. Evrópska framúrstefnan, ritstj. Benedikt Hjartarson,
Ástráður Eysteinsson og Vilhjálmur Árnason. Reykjavík: Hið íslenzka bók -
mennta félag, 2001, s. 97–106, hér s. 104.
23 Sjá nánar umfjöllun mína um sögu framúrstefnuhugtaksins í greininni „Af
úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjáendum“, s. 86–95.
24 Hans Magnus Enzensberger. „Die Aporien der Avantgarde“. Einzelheiten II. Poesie
und Politik. Frankfurt am Main: Suhrkamp, s. 50–80, hér s. 63.
Baudelaire)21 kemur m.a. skýrt fram í stofnunaryfirlýsingu ítalska
fútúrismans frá 1909, sem oft hefur verið lýst sem einskonar stofnskrá
evrópsku framúrstefnunnar. Í textanum lýsir Filippo Tomm aso Mari -
netti þeirri eindrægu ósk fútúrista að „yngri menn og vaskari“ megi
„kjósa að fleygja okkur í pappírskörfuna einsog einskis nýtum hand -
ritum þegar við verðum fertugir.“22 Í orðræðu „loftból unnar“ endur -
ómar þannig á öfugsnúinn hátt sú hringrás dauða og endurfæðingar
sem er undirstaða sögusýnar framúrstefnunnar sjálfr ar.
Umræðuna um að tími framúrstefnunnar tilheyri liðnu söguskeiði
má aftur á móti rekja til upphafs fræðilegrar umræðu um starfsemi
hennar. Hugtakið „avant-garde“, líkt og hið íslenska systurhugtak
„framúrstefna“, verður ekki að viðteknu heiti yfir þá fjölmörgu rót-
tæku isma, sem komu fram á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, fyrr
en í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari.23 Líkt og þýski rithöfund -
urinn Hans Magnus Enzensberger bendir á, í áhrifamikilli grein frá
árinu 1962, er innbyggð í ímynd framvarðarsveitarinnar tímaleg
rökvísi sem leiðir til þess að ekki er hægt að skilgreina fyrirbærið
nema í sögulegu endurliti:
Það líkan sem liggur ímynd framvarðarsveitarinnar [Avant -
garde] til grundvallar er ótækt. Framrás listanna í sögunni er
hugsuð sem línuleg og einhliða hreyfing sem hægt er að hafa
yfirsýn og heildarsýn yfir, hreyfing þar sem hver og einn getur
tekið sér stöðu að vild, ýmist í broddi fylkingar eða í fylgdar-
liðinu. Horft er framhjá því að þessi hreyfing liggur frá hinu
kunna yfir til hins ókunna, að það eru aðeins dratthalarnir sem
geta sagt til um hvar þeir eru […] Í fram framvarðarsveitarinnar
býr þversögn, það er aðeins hægt að finna því stað a posteriori.24