Són - 01.01.2010, Blaðsíða 157
UM FORMGILDI OG TÁKNGILDI ÍSLENSKRA LJÓÐSTAFA 157
Og stigháir fákar
með fjúkandi manir
fram hjá mér þutu
án myndar og hljóðs.
Og vitund mín gróf sig
í myrkur og moldu
með sóttheitum unaði
svita og blóðs.
Eins og sjá má, er hér ekki ljóðstafasetning í þeim skilningi að stuðlar
og höfuðstafir séu settir á fyrirfram gefna staði, þá sömu í öllum
erindum, en samt það reglulega að innan hverrar „vísu“ má finna
a.m.k. eitt stuðlapar eða þrennd, þannig að tiltölulega sterk orð kalla
hvert á annað. Vera kann að það sé einnig með vilja gert að láta /m/
í manir stuðla á móti /m/ í myndar síðar í sömu vísu, og þá má láta það
kallast á við stuðlaparið í myrkur og moldu í síðustu vísunni. (Ef þetta
á allt að hanga saman verður reyndar að gera ráð fyrir víxlstuðlun í
miðvísunni, þar sem stuðlarnir í manir og myndar yrðu að kallast á
yfir /f/-stuðlunina í framhjá og fjúkandi, en slík víxlstuðlun er afar
sjaldgæf.)
Auk þessarar stuðlasetningar er hrynjandi textans nokkuð reglu-
leg. Endurtekning er fólgin í því að í hverri línu má grípa með eðli -
legri setningahrynjandi tvær áherslur í upplestri. Oftast eru þetta
tvíkvæð nafnorð eða sagnir, en stundum er um að ræða aukaáherslu,
eins og í annarri línu fyrstu vísunnar. Hægt er að lesa orðmyndina
alfaravegi með tveimur áherslum: |alfara|vegi. Og stundum er þessum
áhrifum náð með tilbrigðum í orðaröð. Þannig má telja líklegt að í
miðvísunni þjóni viðsnúningur orðaraðar þeim tilgangi að kalla fram
tvö ris. Þar er forsetningarliðurinn (eða atviksliðurinn) fram hjá mér
sett ur fram fyrir sögnina þutu, þannig að lesa má: | fram hjá mér |þutu.
(Ef röðin hefði verið þutu fram hjá mér hefði eðlilegasti lesturinn verið
með einni áherslu: þutu | fram hjá mér.) Annað formmeðal sem notað
er, en með afar hófstilltum hætti, er rím, þar sem síðasta orðið í síð -
ustu vísu, blóðs, kallast á við síðasta orðið í miðvísunni, hljóðs. Í raun
kemur til greina að segja sem svo að hér sé á ferðinni nýtt form, sem
Steinn hefur búið til.
Silja Aðalsteinsdóttir telur í Íslenskri bókmenntasögu, að hjá Steini nái
„[hin móderníska] lífssýn mestri formlegri fullkomnun í ljóðaflokkn -