Són - 01.01.2010, Blaðsíða 146
KRISTJÁN ÁRNASON146
Lærisvein, sál mín, sjá þú þann
sem Jesú eftir fylgdi. (9:6)
Ávinning lát þig öngvan hér
í þeirra flokki binda. (9:6)
Hér hikar Hallgrímur ekki við að setja ljóðstafi á forsetningar eins og
án og í og samtenginguna (eða tilvísunarfornafnið) sem, sem í eðlilegu
tali bera litla áherslu. Raunar virðist það, eins og áður var minnst á,
vera eitt af formlegum sérkennum sálmanna, að ljóðstafirnir myndi
eins konar kontrapunkt við hrynjandina, bæði þannig að tiltölulega
veik orð (bragfræðilega og málfræðilega) eru látin bera ljóðstafi og að
eðlileg taláhersla togist á við hrynjandi bragformanna.19 Hallgrímur
fylgir raunar með sínum hætti reglunum sem bragfræðihefðin kennir
um staðsetningu stuðlanna. Þannig er stuðullinn alltaf í „kallfæri“ við
höfuðstafinn og aldrei er of langt milli ljóðstafanna (þ.e. fleiri en eitt
óstuðlað ris). En um leið stillir Hallgrímur stuðl unum þannig upp að
oftar en ekki leyna þeir á sér í lestri sem tekur mið af hrynjandi
talmálsins og lesandinn lendir í eins konar „vand ræðum“ ef hann vill
láta stuðlana koma fram. Þannig gæti virst eðlilegt að lesa frumlínuna
úr (9:2) svo að ekki komi áhersla á fyrri stuðulinn, þ.e.: Án |drottins
|ráða er |aðstoð |manns, en hinn möguleikinn er vissulega fyrir hendi að
leggja áherslu á forsetninguna án: |Án drott ins |ráða er |aðstoð |manns.
Með þessum hætti væri tryggt að áhersla kæmi á stuðlaorðin og ekki
væri fleiri en eitt óstuðlað ris á milli ljóðstafanna, og í hinum for -
línunum í (3) eru áhersluatkvæði í fyrstu stöðu: |Lærisvein |sál ...;
|Ávinn ing |lát ...
Það má því segja, að ljóðstafir séu hér að vísu óaðskiljanlegur hluti
bragformanna, en að þeir séu alls ekki einráðir sem bragskraut, og oft
tiltölulega lítið áberandi í textanum miðað við eddukvæði. Og sem
kunnugt er er einnig til kveðskapur þar sem ljóðstafir eru alls ekki
notaðir, eða þá með býsna óreglulegum hætti. Hér má nefna sagna -
dansa eða fornkvæði eins og kvæðið um Ólaf Liljurós, þulur og ýmiss
konar alþýðlegan kveðskap.20 Saga ljóðstafanna er því ekki án
tilbrigða, og dæmi danskvæðanna sýnir okkur að það er langt frá því
19 Fróðlega umfjöllun um þetta og aðra tengda hluti er að finna hjá Atla Ingólfssyni
(1994), sjá einnig Kristján Árnason (1998, 2003).
20 Sbr. Íslenska bókmenntasögu II (1993:352–368) og Óskar Ó. Halldórsson
(1974:48–51).