Són - 01.01.2010, Blaðsíða 162
KRISTJÁN ÁRNASON162
svona: |Gulstirnd og |græn / |breiðist |muran um |grjótið; og: |Undarleg |tákn
/ |skráir |tildran í |sandinn, þ.e. með braghvíld á eftir „stúf“ í miðri línu,
þar sem línuskil eru á prenti. Og stuðlarnir eru líka áleitnir í þessum
línum, þótt þeir fylgi ekki fastri reglu (og myndu þá varla mega kallast
ljóðstafir samkvæmt skilgreiningunni sem sett var fram hér að fram -
an). Í fyrra tilvikinu eru stuðlarnir þrír (og mætti þá ef til vill segja að
sá síðasti sé höfuðstafur), en í því síðara eru þeir tveir. Enda þótt þessi
„losarabragur“ sé á stuðluninni mætti líta svo á sem hlutverk stuðl anna
sé þarna að tengja saman einingar í textanum eins og þegar
hefðbundn ir ljóðstafir binda saman línupör. En þetta gildir ekki al -
mennt um þetta litla kvæði, og í fyrsta erindinu væri líklega nær að líta
á stuðlana sem frjálst meðal til klifunar.
Hinn brúarsmiðurinn sem nefndur var hér á undan er Hannes
Pétursson. Ekki virðist síður ástæða til að gera kerfisbundna rann -
sókn á formþáttum í kveðskap Hannesar en hjá Snorra Hjartarsyni.
Hannes hefur verið talinn býsna þjóðlegur, og um fyrsta ljóð hans,
sem birtist á prenti, Bláir eru dalir þínir, segir í Íslenskri bókmenntasögu
að það „gæl[i] smekklega við brageyra lesanda“.54 Eins og Snorri
blandar Hannes saman frjálsum formum og bragbundnum, en notar
meðul eins og rím og stuðlasetningu með frjálslegum hætti.
Sérstaklega virðast þó stuðlarnir sitja fast í ljóðum Hannesar. Í bók -
inni Heimkynni við sjó víkur hann að þessu berum orðum. Bókin er safn
60 númeraðra ljóða án titla, mest hugleiðingar um heiminn og stjórn-
málin, sviðsett (að því er virðist) við heimili hans á Álftanesi. Kvæðin
eru stutt og ekki með reglulegu risatali eða línulengd, en allt frá því
fyrsta má greina stuðla, t.d. í ljóði nr. 2:55
(12) Látínan mín
liðaðist sundur í veðrum
eina tungumálið
sem tjaldurinn skilur.
Nú horfumst við í augu
hérna, niðurvið sjó
eins og tveir steinar
stakir, í sandinum.
54 Íslensk bókmenntasaga V (2006:105).
55 Hannes Pétursson (1980/1988:10).