Són - 01.01.2010, Blaðsíða 155
UM FORMGILDI OG TÁKNGILDI ÍSLENSKRA LJÓÐSTAFA 155
því að vekja álíka viðbrögð og tilfinningar hjá fólki nú væri ef ungu
skáldin tækju sig öll til, gæfu út bækur sínar á ensku og hrópuðu: nú
er íslenskan loksins dauð.“39
En þótt mikil tíðindi hafi átt sér stað og gömlum siðum og gildum
hafi verið kastað voru ljóðstafirnir ekki dauðir úr öllum æðum, því
sum skáld héldu áfram að nota þá, þótt með breyttum hætti væri og
„á frjálslegan hátt“. Þessi skáld hafa stundum verið kölluð „brúar -
smiðir“, og eru Snorri Hjartarson og Hannes Pétursson þar helst
nefndir til sögunnar.40 Fyrsta ljóðið í fyrstu bók Snorra, Kvæðum
(1944) ber heitið Í Úlfdölum og í Íslenskri bókmenntasögu segir að það
hafi á sínum tíma komið „flatt upp á lesendur“.41 Vert er að huga ögn
að formi þessa kvæðis, en grunnþættir þess eru í raun afar hefð bundn -
ir, og vísa til eldri bragforma. Vísurnar eru prentaðar í 8 línum (líkt
og venja er á Íslandi með fornyrðislag), en stuðlum er þannig fyrir
komið að þrjár stuttlínur eru bundnar saman með ljóðstöfum, en sú
fjórða hangir með, fram að nýju ljóðstafasambandi. Þannig mynda
fjórar stuttlínur, sem segja má að myndi tvær langlínur, þá formgerð
sem stuðlarnir skilgreina. Og væri þetta prentað í lang línum, eins og
stundum er gert með eddukvæði (og ensk og þýsk fornkvæði), verður
hátturinn ferkveðinn, þannig að langlínupör mynda stuðlaeiningar,
eins og sjá má:42
(9) Það |gisti |óður / minn |eyði|skóg
er |ófætt |vor / bjó í |kvistum,
með |morgun|svala / á |sólar|dyr
leið |svefninn / |ylfrjór og |góður.
Hér er reglulegt ferhenduform þar sem skiptast á fjögur ris í frumlínu
og þrjú í síðlínu líkt og í ferskeytlu, eins og lóðréttu strikin sýna.
Höfuðstafurinn er fremstur í síðlínunni, og tveir stuðlar í forlínu. En
eins og sýnt er með skástrikunum skiptast þessar línur svo í minni
einingar, stuttlínur eða „cola“. Þótt prentuppsetning skáldsins minni á
fornyrðislag, og segja megi að ferhenduformið vitni til rímna, er
hrynj andin ekki hefðbundin íslensk. Hún er ekki trókísk eins og í
mörgum hefðbundnum íslenskum formum. Jambísk áhrif nást með
39 Íslensk bókmenntasaga V (2006:43).
40 Íslensk bókmenntasaga V (2006:94).
41 Íslensk bókmenntasaga V (2006:96).
42 Snorri Hjartarson (1992:182–183).