Són - 01.01.2010, Blaðsíða 95
Jón B. Guðlaugsson og Kristján Eiríksson
„Smiður bæði á orð og verk“
Þáttur af Gísla Gíslasyni Wium
beyki og skáldi
Gísli Wium, garpur vitur,
gjarn að stunda fræði merk,
smjaðursfrí í smiðju situr,
smiður bæði á orð og verk.1
Mitt verk er, þá eg fell og fer,
eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið
kvað Einar Benediktsson. Þó þarf hann síst að kvarta; fræ hans er
síður en svo í duftið grafið – og verður líkast seint meðan íslensk
tunga heldur velli. Það vill sumum mönnum til að þeir verða svo
minnis stæðir samferðamönnum að minning þeirra lifir í rituðu máli
og gæðir þá lífi og lit löngu eftir að spor þeirra eru máð orðin.
Svo virðist vera um hetju þessa pistils, skáldið, smiðinn og eflis-
manninn Gísla Gíslason Wium. Hans er allvíða getið í prentuðu máli,
til að mynda í sagnaþáttum Sigmundar M. Longs, „Að vestan“,
allvíða í Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar frá Eyvindará og í safnritinu
Austurlandi, þar á meðal skrifum doktors Stefáns Einarssonar, Austfirzk
skáld og rithöfundar. Aukinheldur er í sjómannablaðinu Víkingi, 7.–8. tbl.
1984, að finna þessa þýðingu Einars Vilhjálmssonar fræðimanns og
fyrrverandi tollvarðar á grein er birtist í danska vikuritinu Illustreret
Tidende í maí 1885 þar sem Gísla er svo getið:
Gamli Gísli er skáld Seyðisfjarðar. Hann hefur mest ort
sálma og andleg vers. Gísli gamli er grannur, hvítskeggjaður og
býr í litlum torfkofa úti á Tanganum. Hann lifir enn í gamla
1 Úr “Búaslag um Seyðisfjörð“ eftir Þorberg Snóksdal (1829–1875). Sjá Sigfús Sig -
fússon: Íslenskar þjóðsögur og sagnir. VIII, bls. 63.