Són - 01.01.2010, Blaðsíða 138
KRISTJÁN ÁRNASON138
fljótt yfir sögu ljóðstafanna í yngri kveðskap og bent á at hyglisverða
breytingu á hlutverki þeirra og gildi sem menningarlegs fyrirbrigðis
sem smám saman á sér stað. Rætt er um örlög þeirra í formbylting -
unni í íslenskum kveðskap á 20. öld og vikið að notkun þeirra í dæg -
ur lagatextum.
I Ljóðstafir og frjálsir stuðlar
Stuðlasetning (alliteration) er vel þekkt fyrirbrigði vítt og breitt um
heiminn, jafnt í bókmenntum sem annarri málnotkun. Alkunna er að
föst orðasambönd og samstæður eru gjarna í stuðlum, eins og þegar
sagt er að maður sé fölur og fár og að eitthvað sé gott og gilt. Talað er
um fjöll og firnindi, og að búa í sátt og samlyndi. Einnig eru málshættir
gjarna stuðlaðir: oft kemur góður þá getið er, enginn verður óbarinn biskup,
og svona mætti lengi telja. Einnig er algengt að slagorð og fyrirsagnir
í fjölmiðlum séu skreytt með stuðlum, eins og þegar Flóru smjörlíki er
sagt vera fyrsta flokks.
Stuðlar eru einnig oft notaðir til skrauts í lausamáli í bókmenntum,
og er gott dæmi um það að finna í eftirfarandi texta úr Tveggja postula
sögu Jóns og Jakobs:
Meður svo háleitri og heilagri hirðsveit, sem nú er greint, fer sá
hagasti meistari drottinn Jesús um borgir og bæi, héruð og hálf -
ur Jórsalalands æ sem vitrasti veiðimaður, sendandi sitt net til
vægðar og viðurhjálpar, þar sem hann mátti flesta draga af djúpi
illskunnar til sinnar miskunnar og stöðugrar strandar eilífs fagn -
aðar.2
Sem málskraut eru stuðlar eins konar rím, þ.e. endurtekning á sömu
hljóðum, og auðvitað er endurtekning og klifun mög víða notuð sem
stílbragð í bókmenntum. Raunar hefur verið bent á að sérstök lík indi
séu með stuðlasetningu og hendingum, ekki síst skothendingum, sem
einmitt eru fólgnar í endurtekningu samhljóða og samhljóðaklasa á
til teknum stöðum í braglínum.3
Í þessu sambandi er nauðsynlegt að greina annars vegar milli
stuðlasetningar sem almenns stílbragðs í lausu máli og hins vegar sem
kerfisbundins hluta af skilgreiningu bragforma. Í þeim anda hafa nor-
2 Postola sögur (1874:547).
3 Sjá t.d. Þorgeir Sigurðsson (2001) og Kristján Árnason (2007a).