Són - 01.01.2010, Blaðsíða 198
BENEDIKT HJARTARSON198
ég ímyndað mér vandvirkan Rimbaud, eða Tristan Tzara, vand-
virkan Allen Ginsberg eða Jack Kerouac.“65 Yfirlýsingaformið gegnir
mikilvægu hlutverki í hinni ljóðrænu uppreisn, líkt og endurspeglast í
öðrum textum Nýhil-hópsins þar sem unnið er með hefð þess. Hér
má m.a. benda á hóp greina sem birtist í bókinni Af ljóðum. Í texta með
heitinu „Yfirlýsing“ fullyrðir Kristín Eiríksdóttir að „[t]ilraunir [séu]
nauðsynlegar“ og „[l]istamenn verð[i] að vera hafnir yfir almennan
smekk á fegurð“, auk þess sem hún lýsir yfir: „Óvinir eru nauðsyn-
legir, ef þeir eru ekki til staðar er eins hægt að fara í skuggabox.“66
Kristín Svava Tómasdóttir lýsir því yfir að skáld séu „feimin og
hrokafull, aldrei neitt þar á milli” og fullyrðir í framhaldinu að það sé
„ekkert nýtt í íslenskri ljóðlist“.67 Í greininni „Reikað um ofgnóttar -
auðnir ljóðsins“ fjallar Björn Þorsteinsson um þær forsendur sem
liggja afstöðu Nýhil-hópsins til íslenskrar ljóðhefðar til grundvallar.
Hann lýsir því hvernig skáldin sem tengjast hópnum leitast við að
rjúfa það ofríki þagnarinnar sem hafi verið ríkjandi í skáldskaparfræði
nútímaljóðsins. Ólíkt þeirri fagurfræði sem liggur til grundvallar
verkum ljóðskálda á borð við Paul Celan og Sigfús Daðason, vill hin
nýja kynslóð skálda „[e]kki læðast, ekki gufuna úr hvernum, ekki
þennan hver sem er, heldur ryðjast, brjóta, mölva. Láta á það reyna
hvort enn sé hægt að segja nokkuð. Taka slagorðasmíðina í bólinu,
snúa orðum þeirra upp í roð sem fari undið oní hundskjaftinn á
þeim.“68 Sú skáldskaparfræði þagnarinnar sem kristallast í orðum
Sigfúsar, „Orð, ég segi alltaf færri og færri orð“, kann að hafa búið yfir
ákveðinni róttækni sem tilraun til að hafna rökvæðingu tungumálsins
og þeim tækisbundna skilningi á tungumálinu sem leiddi til Ausch -
witz,69 en í okkar íslenska samtíma er hún orðin að þrúgandi hefð
sem hin nýja kynslóð skálda rís gegn.
Mælskulistin sem brýst fram í yfirlýsingum Nýhil-hópsins er lýs -
andi fyrir einkenni sem greina má víða í tilraunakenndri ljóðlist hans.
65 Eiríkur Örn Norðdahl. „Dánarrannsóknir og morðtilraunir“, s. 48.
66 Kristín Eiríksdóttir. „Yfirlýsing“. Af ljóðum, ritstj. Eiríkur Örn Norðdahl. Reykjavík:
Nýhil, 2005, s. 101–104, hér s. 102.
67 Kristín Svava Tómadóttir. „Af skáldum“. Af ljóðum, s. 85–87, hér s. 86.
68 Björn Þorsteinsson. „Reikað um ofgnóttarauðnir ljóðsins“. Af ljóðum, s. 26–29, hér
s. 27.
69 Hér má sjá vísun í þá alræmdu fullyrðingu Theodors W. Adorno að það sé „villi-
mennska“ að yrkja ljóð eftir Auschwitz og arfleifð þeirrar fullyrðingar innan
vestrænnar ljóðhefðar. Sjá: Theodor W. Adorno. „Kulturkritik und Gesellschaft“.
Gesammelte Schriften, 10. bindi, fyrri hluti: Kulturkritik und Gesellschaft I, ritstj. Rolf
Tiedemann. Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1997, s. 11–30, hér s. 30.