Són - 01.01.2010, Blaðsíða 101
SMIÐUR BÆÐI Á ORÐ OG VERK 101
um eitt og sama húsið að ræða. Þar bjó skáldið og beykirinn Gísli
Wium allt til dauðadags 8. október 1883. Fékkst hann í litlum mæli
við verslunarstörf en vann einnig að smíðum meðan heilsan leyfði.
Sigmundur segir efnahag hans ætíð hafa verið „óhæg an“. Ennfremur
segir Sigmundur – er mundi manninn sjálfan :
Gísli Gíslason Wium var tæplega meðalmaður á vöxt, hand -
smár og útlimagrannur og væskilslegur á velli, holdskarpur en
fastholda og hver taug sem spennt væri, rammur að afli og ef
hann reiddist, var því líkast sem hann væri ekki einhamur, fram -
úrskarandi fjörmaður og snarmenni, dökkhærður með jarpt
skegg, smáeygður og hvasseygður og þungur á brún ef honum
rann í skap. Hann var bráðskarpur, gott skáld og tölugur vel,
örlyndur og greiðugur ef einhverju var að miðla; mun og hafa
ætlazt til sama af öðrum. Hann var mesti æringi, kátur á yngri
árum og oft lét hann fjúka í kviðlingum.
Gísli Wium var skáld gott, sem sagt hefur verið, hraðskæld -
inn og lét lítt upp á sig standa í ákvæðum.
Í fyrsta sinn sem Gísli kom að Hjarðarhaga-drætti á Jökulsá
á Dal, hann var þá í Hnefilsdal, kvað hann þetta:
Elfan með feigðarýlfri
– útlitshrokkin um skrokkinn –
duldi sig í dalnum
dökkum neðar bökkum.
Glumdi Gjöll og rumdi,
glamraði bjarg á hamri.
Glóra var smá í gljúfri
sem gein yfir hálum steinum.
Áin fellur þarna í ægigljúfri.15
Gísli valdist í flokk þeirra manna sem upp á kant komst við Pál á
Hallfreðarstöðum og áttu þeir „í vísnaskaki“ – eins og það er orðað í
„Sveitum og jörðum í Múlaþingi“16 – um 1860. Er það haft eftir
Eiríki Eiríkssyni frá Dagverðargerði er bætir því raunar við í skrifum
sínum um ábúendur í Kirkjubæjarsókn 1703–1900 að það muni „mest
15 Sigmundur Long: Að vestan, bls. 83–84.
16 Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 1. bindi, bls. 349.