Són - 01.01.2010, Blaðsíða 128
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON128
hilla undir dagsbrún nýs tíma. Þó svo að menn verði að horfa á bak
guði hefur maðurinn vaxið til þess hlutverks með tækni sinni og
þekkingu að axla byrðina einn: standa Einn og óstuddur.
Franski heimspekingurinn Auguste Comte (1798–1857), sem fyrr
var minnst á, upphafsmaður pósitívismans, sem stundum hefur verið
nefndur raunspeki á íslensku, skrifaði flest verk sín á árunum á milli
1830–1855. Hann leit svo á að upp væri runnin vísindaöld sem tákn -
aði endalok yfirnáttúrulegrar trúar. Það skeið, eða öllu heldur þau
skeið tvö, þar sem maðurinn styddist við, fyrst trú sína en síðar frum-
speki til þess að glöggva sig á tilverunni, væru að baki. Nú hlyti
maðurinn að leita að raunhlítum, náttúrulegum orsökum með vís -
inda legum aðferðum. Í beinu framhaldi af þessu setti Comte síðan
fram eins konar trúarkerfi sem hann kallaði mannúðartrúna. Maður -
inn tekur sæti guðs sem hin æðsta vera (le Grand Être). Mönnum ber
að lifa fyrir aðra og megináhersla hvílir á siðfræði og „siðferðis-fram-
för“ sem hann álítur fylgja síaukinni þekkingu og bættri menntun.
Comte reynir því að spyrða saman vísindi og trú – eða ef til vill öllu
fremur að sætta þetta tvennt. Hann hugði að á okkar stigi þróunar -
innar, hinu jákvæða, vísindalega stigi iðnaðarsamfélagsins, yxi hin
sanna þjóðfélagslega þekking manna svo að þeir þyrftu ekki framar
að deila og berjast um trúarleg og stjórnmálaleg sjónarmið. Í augum
hans leiðir því bætt siðferði og betri breytni óhjákvæmilega af bættri
þekkingu og aukinni menntun.
Raunspekin átti miklu fylgi að fagna í hinum enskumælandi heimi.
Einkum tóku John Stuart Mill (1806–1873) og Herbert Spencer (1820–
1903) hana sér til fyrirmyndar. Fullyrða má því að það andrúmsloft,
sem Stefán hrærðist í, hafi verið litað af þessum hugmynd um. Spencer
lagði mikið af mörkum til þróunarkenn ingarinnar svo nefndu, einkum
í félagsfræðilegu tilliti, þótt kenningin sé nú á dögum aðallega eignuð
Charles Darwin (1809–1882). Spencer varð til dæmis til þess að móta
hið þekkta slagorð um „survival of the fittest“. Hann setti þróunar -
hugmyndir sínar í mjög vítt samhengi og þar á meðal tóku þær einnig
til breytni mannsins sem þróunin myndi með tíð og tíma einn ig gera
göfuglyndari og rétt sýnni þar sem með þeim hætti yrði hann líka hæfari
og betri samfélagsvera. Lögmál framþróunarinnar lytu beinlínis að því
takmarki. Fram tíðarsýnin er sú að menn verði að lokum svo full -
komnir að þeir þoli ekki að aðrir séu beittir ofríki eða yfirgangi.16
16 Í riti Ágústs H. Bjarnasonar Nítjánda öldin er ágætlega fjallað um þá Comte (bls.
195–198) og Spencer (bls. 333–347).