Són - 01.01.2010, Blaðsíða 203
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 203
anna hafi hugleitt að það „væri merking í orðafjöldanum, og sand -
stormi (skýjaborgum?) tilraunamennskunnar, notkun gamalla fram úr -
stefnu áttavita“.81 Forvitnilegt væri að beina sjónum nánar að mælsku -
listinni sem hér er beitt og því hvernig allir ritdómarnir sem birtust um
verkið eru settir í sama flokk sem táknmynd hefðarinnar, sem höf -
undurinn sjálfur – og Nýhil-hópurinn í víðara samhengi – rís gegn.
Annað atriði vegur þó þyngra í samhengi umræðunnar um nýfram úr -
stefnu. Í gagnrýni sinni beinir Eiríkur Örn sjónum að því hvernig
jafnan er litið á endurvinnslu á hefð framúrstefnu sem ógilda orðræðu
og eftiröpun á því sem þegar hafi verið gert – um hefð framúrstefn -
unnar virðast að þessu leyti gilda önnur lögmál en t.a.m. um hefð
klassíkur eða rómantíkur, þar sem skáld eru þvert á móti vegsömuð
fyrir ríka hefðarvitund:
[Í]haldsöflum í listum hefur tekist að koma þeirri hugmynd að
listamönnum að framúrstefna sé ekki gild nema a) hún sé alger
bylting, nálgunin sé fullkomlega ný, a.m.k. fyrir þeim öflum sem
velja hvað er ferskt og frískt, og hvað er eftirlíking, gamalt og
kæst og b) hún sé einungis gild í takmarkaðan tíma. Það er að
segja: popplist dó með Andy Warhol. Beat-ið með Allen
Ginsberg. Súrrealisminn með Breton. Pönkið með Sex Pistols.82
Orðunum er beint gegn þeirri tegund gagnrýni sem felur í raun í sér
höfnun á framúrstefnunni sem slíkri, röddum þeirra gagnrýnenda
sem vilja kveða draug framúrstefnunnar niður í eitt skipti fyrir öll.
Leyfilegt er að sækja í flestar aðrar hefðir, en að sækja í hefð framúr -
stefnunnar er hrein eftirlíking, dreggjar útdauðrar orðræðu. Grein
Eiríks Arnar varpar ljósi á það hvernig gagnrýni á þá sem vinna úr
hefð framúrstefnunnar beinist oftar en ekki að sjálfri viðleitninni til að
varðveita arfleifð hennar og blása í hana nýju lífi (svo beitt sé mynd-
máli sem gengur inn í goðsögulega rökvísi framúrstefnunnar).
Viðbrögð gagnrýnendanna helgast síður af „fæðingu“ hins nýja, sem
þeir „óttast […] sem pestina sjálfa“ líkt og Viðar Þorsteinsson fullyrðir
í grein sinni,83 en af kennd óhugnaðar í skilningi Freuds. Um er að
ræða viðbragð við annarlegum en þó gamalkunnugum svip úr for -
81 Eiríkur Örn Norðdahl. „Formáli. Nokkrar sundurlausar hugsanir um ljóðlist“,
s. 11.
82 Sama rit, s. 14–15.
83 Viðar Þorsteinsson. „Nýhil, eða vandi hins nýja“, s. 211.