Són - 01.01.2010, Blaðsíða 48
ÚLFAR BRAGASON48
enda sinna ást á kveðskap og sögum, gaf m.a. Sigurjóni Frið jóns -
syni, sonarsyni sínum, Snorra-Eddu útgáfu Sveinbjarnar Egilssonar í
tannfé.
Hólmfríður var fædd á Grænavatni í Mývatnssveit 1802 en ólst
upp í Baldursheimi og á Þverá í Reykjahverfi þar sem foreldrar henn -
ar bjuggu. Þótt þau væru bjargálna mun Hólmfríður ekki hafa notið
annarrar uppfræðslu en í lestri og barnalærdómi. Hún mun hins vegar
hafa lært að skrifa fullorðin. Árið 1829 giftist Hólmfríður Jóni
Jónssyni frá Hólmavaði. Voru þau hjónin fyrst í húsmennsku þar en
bjuggu síðan um 26 ára skeið á Hafralæk. Þau áttu tíu börn en aðeins
fimm náðu fullorðins aldri.2
Ung orti Hólmfríður ásamt Sigurlaugu, systur sinni, rímnaflokk
eftir Ármanns sögu (til í hdr.) og annan um Þorstein bæjarmagn (Lbs.
2747, 8vo). Þetta hafa þótt nokkur tíðindi því að í sóknarmannatali
Grenjaðarstaðar í Suður-Þingeyjarsýslu stendur skrifað m.a. um
húsvitjun á Þverá í Reykjahverfi 1837: „Dætur bóndans hafa orkt
rímur af Ármans S. og Þorst. Bæarmagn.“3 Þá var prestur á Grenjað -
ar stað sá annálaði lærdómsmaður, Jón Jónsson (1772–1866), faðir
Guðnýjar skáldkonu í Klömbur, og hefur honum þótt rétt að færa
þennan fróðleik til bókar. Síðar á lífsleiðinni mun Hólmfríður hafa
ort rímur um Parmes loðinbjörn og aðrar út af Blómsturvalla sögu.4
Í húsvitjun á Hólmavaði í Nessókn 1830 er Hólmfríði gefin sú
einkunn að hún sé „lesandi“ og önnur kunnátta „í meðallagi“. Árið
1840 á Hafralæk er sagt, að hún sé skýr og „vel að sér“ og næsta ár
prýðilega læs og gáfuð.5 Enn seinna er sagt að hún sé „vönduð, há-
skýr, vel að sér“.6 Sonarsonur Hólmfríðar sagði um hana að hún
hefði verið „hæglát kona, skynsöm og skáldmælt.“ Hafi hún ort mikið
af tækifærisvísum þrátt fyrir að hún hafi verið orðin gömul þegar
hann mundi eftir henni og „kunni feiknin öll af kvæðum og versum,
veraldlegs og trúarlegs efnis“.7
Hólmfríður og Jón, maður hennar, munu hafa búið við fátækt á
Hafralæk. Guðmundur Friðjónsson á Sandi, sonarsonur Hólmfríðar,
sagði í kvæðinu Amma mín sem hann orti um hana:8
2 Indriði Indriðason (1969:261).
3 Sjá Úlfar Bragason (1973).
4 Íslenzkar æviskrár (1978:376).
5 Sjá Úlfar Bragason (1973).
6 Sjá Konráð Vilhjálmsson.
7 Erlingur Friðjónsson (1959:108).
8 Guðmundur Friðjónsson (1955:191–93); sjá ennfremur Úlfar Bragason (2005).