Són - 01.01.2010, Blaðsíða 181
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 181
15 Oswald Spengler. Der Untergang des Abendlandes. Umrisse einer Morphologie der Welt -
geschichte. München: DTV, 1990, s. 678–679.
16 Hér má benda á greinargóða úttekt Gillis J. Dorleijn, þar sem hann ber gagnrýni
á framúrstefnuna í hollenskum dagblöðum og tímaritum á þessu tímabili saman
við menningarumræðuna á hinu þýska málsvæði: „Weerstand tegen de avantgarde
in Nederland.“ Avantgarde! Voorhoede? Vernieuwingsbewegingen in Noord en Zuid opnieuw
beschouwd, ritstj. H. van den Berg og G.J. Dorleijn. Nijmegen: Vantilt, 2002,
s. 137–155.
17 Um þetta efni hef ég fjallað nánar á öðrum vettvangi, sjá: Benedikt Hjartarson. „Af
úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjáendum. Um upphaf
framúrstefnu á Íslandi“. Ritið 1/2006, s. 79–119.
18 Magnús Á. Árnason. „Um listir alment“. Eimreiðin, 1921, s. 67–78, hér s. 72; Guð -
mund ur Einarsson frá Miðdal. „Listir og þjóðir“. Iðunn, 1928, s. 267–276, hér s. 275.
orðræðu þýskrar þjóðernishyggju á tímabilinu, þar sem greina má
upphafningu hins lífræna á kostnað tæknilegs nútíma er leiði til firr -
ingar, visnunar, rótleysis og dauða. Orðræðan sem hér er vísað til
kemur m.a. afdráttarlaust fram nokkrum árum fyrr í áhrifamiklu riti
Oswalds Spengler um hnignun vestrænnar menningar, þar sem litið
er á „kvikmyndina, expressjónisma, guðspeki, hnefaleika, negra -
dansa, póker og veðmál“ sem ótvíræð teikn um „ófrjósemi hins sið-
menntaða manns“ – þótt Spengler komist raunar að þeirri niðurstöðu
að allar þessar birtingarmyndir nútímans „megi þegar finna í Róm til
forna“.15 Keimlík viðhorf má greina í menningarumræðu annars,
þriðja og fjórða áratugarins víða innan Evrópu, þ. á m. í Englandi,
Frakklandi og Hollandi, þar sem gagnrýnin varð þó ekki jafn harka-
leg og raunin varð í Þýskalandi.16
Hér er þó ástæðulaust að leita langt yfir skammt. Jafnvel á landfræði-
legum útkjálka evrópsku framúrstefn unnar hér á Íslandi skeið uðu
gagn rýnendur fram á ritvöllinn á þriðja áratugi tuttugustu aldar og
lýstu yfir bráðbúnum dauða íslenskrar framúrstefnulistar, jafnvel áður
en hún hafði litið dagsins ljós eða hafði í mesta lagi látið á sér kræla í
mynd fósturvísis.17 Gagnrýni úr þessari átt má m.a. finna í grein eftir
Magnús Á. Árnason frá 1921, þar sem fullyrt er að hinar fjölmörgu
hreyfingar er hafi komið fram í Evrópu á síðustu árum muni þegar upp
er staðið „alt vera augnabliksbólur, sem hjaðna í súgi áranna“, og í
skrif um Guðmundar Einars sonar frá Miðdal, sem full yrðir að nái
framúrstefnan að skjóta rótum hér á landi sé „íslenzk list dauðadæmd
og íslenzk endurreisn hugarburður og blaðahjal“.18 Í grein Magnúsar
kemur fram viðhorf sem er nokkuð áberandi í skrif um íslenskra
mennta manna á þriðja áratugn um og kenna má við „loftbólukenning -
una“. Samkvæmt þeirri kenn ingu er framúrstefnan dauða dæmt stund -