Són - 01.01.2010, Blaðsíða 143
UM FORMGILDI OG TÁKNGILDI ÍSLENSKRA LJÓÐSTAFA 143
eru sögulegur arfur, eins og sjá má af því að bragform sem líkjast
edduháttum voru útbreidd meðal germanskra þjóða fyrir Íslands
byggð. Ljóðstafir hafa þannig frá upphafi verið taldir sjálfsagðir í
edduháttunum; þar eru þeir reyndar eina rímskrautið, og þaðan voru
þeir teknir inn í dróttkvæði og önnur form sem hér þróuðust.
Að vísu má ráða af umfjöllun Snorra í Háttatali að hann og
samtíðarmenn hans hafi talið dróttkvæða hætti vera „fínni“ form og
slíkur kveðskapur hefur notið meiri virðingar en eddukvæði. (Þannig
var dróttkvæður háttur t.d. notaður í mörgum lofkvæðum um kon -
unga og einnig kristnum kveðskap þegar hann kom til sögunnar.) Og
segja má að sem formmeðal hafi stuðlasetningin verið minna áber andi
að tiltölu í skáldaháttunum (t.d. dróttkvæðum hætti, hrynhendu og
töglagi). Hið ríkulegu formskraut dróttkvæðanna, hendingar, kenn -
ingar, orðaumröðun og fastari hrynjandi, skyggir óneitanlega á ljóð -
stafina og gerir þá hlutfallslega minna áberandi. En samt eru ljóð -
stafirnir það fyrsta sem þeir frændur Snorri og Ólafur nefna sem form -
þátt í kveðskap, dróttkvæðum jafnt sem öðrum formum.
Þetta allt má túlka þannig, að þótt tekin hafi verið upp nýrri form-
meðul og e.t.v. „fínni“ bragform, hafi ljóðstafir notið fornrar virð -
ingar. Stungið hefur verið upp á því að einhver sérstök helgi hafi fylgt
ljóðstöfunum í germanskri hefð, og að þeir hafi tengst heiðnum
trúarathöfnum, og mætti þá kannski láta sér detta í hug að hið mikla
álit Sturlunga á þeim tengist slíkri forneskju.13 Ekki virðist þó ástæða
til að seilast svo langt til skýringa á þessari upphefð ljóðstaf anna.
Stuðlasetning er afar eðlilegt stílskraut, ekki síst í málum þar sem
orðáherslan er á fyrsta atkvæði, eins og víða í germönsku og í nor-
rænu, og eðlilegt að hún festist í sessi sem bragmeðal, án þess að
sérstök helgi eða dultrú fylgi henni. Og einnig mætti rekja þetta mat
Sturlunga (og væntanlega annarra samtíðarmanna þeirra) á mikil vægi
ljóðstafanna til hefðbundins lærdóms meðal skálda og bragfræðinga.
Og þetta má enn tengja því að Snorri, sem var vissulega íhaldsmaður
á norrænar hefðir, notar ljóðstafi (auk hendinga og annarra þátta) í
bragskilgreiningum sínum í Háttatali. Að sama skapi má hugsa sér að
ummæli Ólafs séu vísdómur sem miðlað hefur verið í hefðbundnum
skáldskaparfræðum og hann tvinnað það saman við erlendan lærdóm
í málskrúðsfræði sinni, sem er kennslubók.
13 Sbr. t.d. Jón Helgason (1959:3). Tekið skal fram að þótt Jón segi frá þessum tilgát -
um telur hann sjálfur að enginn viti hvort þessar skýringar séu „nokkuð annað en
heilaspuni“.