Són - 01.01.2010, Blaðsíða 152
KRISTJÁN ÁRNASON152
reiðareksmenn (þótt í báðum herbúðum séu sannir „vinir tungunn -
ar“). Segja má að Jón Helgason sé strangtrúaður, en að Helgi Hálf -
danarson sé eins og frjáslyndur eða umburðarlyndur tunguvinur, sem
vill leyfa ljóðstöfunum að njóta sín með lausbeislaðri hætti en skáld-
bróðir hans. Þótt munurinn sem hér um ræðir á umfjöllun miðalda -
málfræðinganna og skáldanna á tuttugustu öld láti kannski lítið yfir
sér við fyrstu sýn, er hér um grundvallarmun að ræða, eins og betur
mun rökstutt hér á eftir. Á tuttugustu öld hafa ljóðstafirnir fengið
fagurfræðilegt og stundum allt að því pólitískt inntak. Þeir eru tákn -
gerving íslenskrar bókmenntahefðar. Hið almenna hlutverk og staða
stuðlanna í kveðskapnum hefur breytt um eðli, þótt formeinkenni
ljóðstafasetningarinnar séu lík því sem var. Þeir eru helgidómur að
mati margra.
Þeir Jón og Helgi eru ekki þeir fyrstu sem setja ljóðstafina á þenn -
an stall. Áðurnefnd grein Einars Benediktssonar er til marks um
þetta, og kannski má finna upptökin í þeirri pólitísku yfirlýsingu
Guðbrands Þorlákssonar á sínum tíma að lúterskur kveðskapur
skyldi fylgja lögmálum íslenskrar tungu, þar með talið standa í
ljóðstöfum. Oft er talið að íslensk hreintungustefna eigi rætur að rekja
til siðskiptamanna og húmanista eins og Guðbrands og Arngríms
lærða, og þar koma ljóðstafir og formþættir kveðskaparins við sögu
eins og á var minnst. Fyrir þessum mönnum var íslensk tunga og bók-
menntir merkilegur arfur sem varðveita bar, og formþættir tung unnar
höfðu gildi í sjálfum sér; það var hluti af umbótaviðleitni sið skipta -
tímans að sækja innblástur og fyrirmyndir aftur til hinnar fornu gull -
aldar.
Eins og áður er minnst á má gera því skóna að nokkurrar laus -
ungar hafi gætt á seinni hluta miðalda, 14. og 15. öld, hvað varðar
stuðlanotkun, en eftir siðaskiptin hafi menn aftur tekið að „vanda sig“
meira og orðið meðvitaðri um rétta stuðlasetningu, og jafnvel svo að
sum skáld endurvöktu fornar reglur af lærdómi (t.d. s-stuðlun). Ljóst
er að slík „lærð stuðlun“ byggist á meðvitaðri hugsun um notkun
stuðlanna og ekki er loku fyrir það skotið að slík „ofvönduð“ ljóð -
stafasetning kunni á köflum að stangast á við þá inngrónu tilfinningu
sem kennd hefur verið við brageyrað.
En kjarni málsins er að þegar menn leggja fagurfræðilegt mat og
gera tilraunir til að stýra fagurri og „réttri“ notkun ljóðstafa og amast
við smekklausri eða „rangri“, þá hafa formreglurnar fengið nýtt gildi
eða inntak og gangast nú undir meðvitað gæðamat, allt að því póli -
tískt, eins og mörg almenn máleinkenni.