Són - 01.01.2010, Blaðsíða 140
KRISTJÁN ÁRNASON140
binda saman braglínur og mynda pör, þannig að höfuðstafur stend -
ur fremst í síðlínu, en í frumlínu standa einn eða tveir stuðlar sem
kallast á við höfuðstafinn. (Í öðrum kveðskaparhefðum, svo sem forn -
írskum kveðskap eða í hinu finnska Kalevala, gilda aðrar en hlið -
stæðar reglur.) Ljóðstafirnir eru sem sé hluti af skilgreiningu brag -
form anna. Hvað íslenskan kveðskap varðar er hlutverk þeirra fyrst
og fremst að hjálpa til við að skilgreina stofnhlutagerð kveðskapar -
formanna, þ.e. hvernig minni einingar raða sér og eru bundnar
saman í stærri einingar. (Hér er auðvitað rökrétt að tala um „bundið
mál“ eins og tíðkast hjá okkur og Þjóðverjum, sem tala stundum um
kveðskap sem gebundene Sprache.)
Í ljósi þess sem hér var sagt samanstendur venjuleg íslensk fer -
skeytla af tveimur braglínupörum (fyrri parti og seinni parti). Brag -
línupörin tvö mynda stofnhluta í vísunni sem heild, og skiptast svo
aftur niður í minni stofnhluta, braglínur, sem enn greinast í bragliði
eða kveður. Stundum er talað um hálflínur eða „cola“, sem eins konar
millistig milli línu og kveðu. Þannig er oft gert ráð fyrir að í löngum
línum bragforma eins og hexameturs sé línum skipt í hálflínur, og svo
er einnig um edduhætti, þar sem talað er um stutt línur og langlínur,
þannig að tvær stuttínur mynda eina langlínu. Næsta stig fyrir neðan í
þessu stigveldi eru kveðurnar eða braglið irnir. En í rímnaháttum er
gerður greinarmunur á hákveðu og lág kveðu og má segja að sá grein-
armunur bjóði upp á undirgreiningu ferkvæðra lína í tvær hálflínur. Út
frá stigvenslum milli hákveðu og lágkveðu má skipta braglínum í tvær
hálflínur sem hvor um sig hefur eina hákveðu og eina lágkveðu.
Grunnbygging ferskeytluformsins styðst þannig við hrynjandi, þ.e.
endurtekna tvíliði samkvæmt því sem kallað hefur verið ferskeytlu -
lög mál,8 en ljóðstafirnir undirstrika þessa stofnhlutagerð og segja má
að þeir séu eins konar greinarmerki eða merki um það hvað hangir
saman, og ef þeir eru ekki á sínum stað hrynur byggingin að mati
fornra fræða. Ljóðstafirnir byggja á venslum, þannig að staðirnir, þar
sem þeir standa, kallast á. Höfuðstafurinn í síðlínunni verður ekki
ljóðstafur nema hann kallist á við einn eða tvo stuðla í þeirri fremri.
Í ís lenskum kveðskap má ekki vera of langt á milli þeirra, og bannað
er samkvæmt ströngustu reglum að hafa fleiri málstuðla sem ríma við
hina eiginlegu ljóðstafi í línuparinu. Þá er talað um ofstuðlun, sem
telst braglýti.
Hægt er að kafa ögn dýpra í greiningu á eðli stuðlanna sem form -
8 Sbr. t.d. Kristján Árnason (2002, 2006).