Skáldskaparmál - 01.01.1992, Qupperneq 10
8
Ólafur Halldórsson
gamlan,2 og er tilgangur þessara tveggja bóka þannig að vissu marki hinn
sami. Ekki verður riti Saxa þó að öðru leyti líkt við Landnámu.
Saxi hefur ekki hirt svo mjög um sannfræði sögu sinnar sem notagildi.
Hinn fyrsta konung Danmerkur nefnir hann Dan, en síðan segir hann frá
mörgum konungum og fornum hetjum, og má sums staðar sjá að hann hefur
stuðst við fornaldarsögur svipaðar þeim sem voru skráðar á Islandi, enda
nefnir hann íslenska heimildarmenn. Þessi hluti verks hans þykir bók-
menntafræðingum og þjóðsagnafræðingum vera hin ágætasta fróðleiksnáma,
en sagnfræðingar finna á fáum stöðum bitastætt þar í. Þessu var öðru vísi
farið á sextándu og fram á seytjándu öld. Að vísu munaði ekki hársbreidd að
rit Saxa glataðist; það var gefið út á prent í París 1514 af danska fræði-
manninum Kristiern Pedersen, en handrit það sem hann notaði er löngu
týnt, svo og öll önnur, nema brot ein. En eftir að ritið komst á prent var það
mjög notað af dönskum sagnfræðingum og varð vitanlega aðalheimild þeirra
um elstu sögu Dana, og gekk landráðum næst að efast um sannleiksgildi
þess. Á sextándu öld og raunar fram eftir allri hinni seytjándu voru
sagnfræðingar ekki sérlega vandir að heimildum, en þar sem heimildir brast
voru sumir menn ófeimnir að búa þær til sjálfir. Einn af höfuðsnillingum
Dana á því sviði var Claus Christoffersen Lyschander (1558-1624), en miklu
gengu Svíar þó lengra en Danir í því að berja í brestina á forsögu sinni, enda
voru þeir illa staddir, þar sem þeir áttu ekkert verk sambærilegt Danasögu
Saxa og raunar enga Svíþjóðarsögu gamla, hvorki sanna né logna. Einn hinn
fyrsti rithöfundur sem tók sér fyrir hendur að bæta úr þessari þjóðarógæfu
Svía var Johannes Magnus (1488-1544), en mestur garpur þeirra í þessari
sérkennilegu sagnaritun var þó Olaus Rudbeck, fæddur 1630 og dó 1702.
Rudbeck var í sumum greinum merkur vísindamaður, til dæmis í grasafræði
og læknisfræði, en sagnarit hans eru af því tagi, að lesandinn hlýtur að efast
um að hann hafi verið með réttu ráði. Hann setti saman mikið rit á sænsku
sem hann nefndi Atland Eller Manheim-, þetta rit gengur venjulega undir
nafninu Atlantica.3 Það er samið í anda þeirrar sagnfræðistefnu sem lengi átti
miklu gengi að fagna víða um lönd, og var í því fólgin að sagnaritarar
spunnu sögu þjóðar sinnar sem lengst aftur í tímann, helst aftur undir
upphaf sköpunarverksins. Rudbeck gerir Svíþjóð í þessu verki sínu að vöggu
allrar menningar. Minna mátti það ekki kosta. Hann reyndi með einskonar
samanburði á grískum og latneskum fornbókmenntum og íslenskum (sem
hann að sjálfsögðu víða kallar vorar gömlu sögur), svo og með samanburði
nafna og orða úr ýmsum tungumálum að sýna fram á að Svíþjóð sé það
gamla Atlantis sem forngrikkir hafa drabbað um í sínum ritum. Rudbeck
2 íslendingabók Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. íslenzk fornrit I. Reykjavík
1968, bls. 336, nmgr. 1.
3 Þetta rit kom út í fjórum bindum 1679-1702 með texta á sænsku og latínu. Ný útgáfa
á sænska textanum er í fjórum stórum bindum: Olaus Rudbecks Atlantica. Svenska
oúginaltexten [...] utgiven af Axel Nelson. I-IV. Uppsala 1937-50.