Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 15
13
Samskipti Þormóðar Torfasonar og Árna Magnússonar
biskupanna beggja, og átti Þormóður að útvega fleiri handrit. Þormóður
hafði stuttan tíma til umsvifa, fór utan aftur sama haust, en hafði þá með sér
í bókhlöðu konungs dýrgripi, svo sem Konungsbók Eddukvæða og Snorra-
Eddu, ennfremur konungasagnahandrit það sem hann gaf síðar nafnið
Morkinskinna og fleiri afburðagóð handrit.11
Þormóður getur þess í formála að einu riti sínu (Orcades), að Friðrik
konungur þriðji hafi fylgst með starfi hans af miklum áhuga og hafi oft
komið til hans á herbergi hans og rætt við hann um viðfangsefnin og um
sögu Norðurlanda.12 Þormóður hefur getið um fyrir honum og öðrum
háttsettum mönnum, að saga Danakonunga mundi vera réttari í íslenskum
ritum en hjá Saxa, og þetta varð til þess að konungur hvatti hann til að setja
saman bók um Danakonunga, þar sem ættir þeirra og konungaröðin væri
rakin eftir íslenskum heimildum. Þormóður virðist hafa verið fljótur að setja
saman þessa bók, því að um áramótin 1664 afhenti hann konungi
hreinskrifað eintak af verkinu. Bók þessi er skrifuð á latínu og heitir á því
máli Series dynastarum et regum Daniœ, það er Röð þjóðhöfðingja og
konunga í Danmörku, og mætti kalla bókina Danakonungatal, en ég mun
hér á eftir einungis nefna hana Series, eins og venja er til. í þessari bók eru
taldir Danakonungar frá Skildi, syni Óðins, og fram til Sveins Úlfssonar, þess
sem mest barðist við Magnús góða og Harald harðráða og Danir kenna við
móður sína og kalla Ástríðarson. Þessi bók er enn til eins og Þormóður gekk
frá henni, í fimm handritum; þar af hafa þrjú textagildi, ef einhver skyldi vilja
gefa þetta rit út, tvö í Árnasafni, AM 864 4to, sem er besta handritið, skrifað
af Páli Ketilssyni móðurbróður Árna Magnússonar, og AM 862 4to, en eitt
er í Konungsbókhlöðu í Höfn, auðkennt Gl. kgl. sml. 2492 4to, og er það
eintakið sem Þormóður afhenti konungi, einnig skrifað af Páli Ketilssyni og
fallega úr garði gert. Þar eru vísur úr fornum kvæðum skrifaðar bæði með
venjulegu letri og með rúnum, en ekki er stafsetningin að sama skapi fornleg.
Eiginhandarrit Þormóðar er hins vegar glatað.
Við samningu þessa verks hefur Þormóður notað fáein handrit sem síðar
fórust í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 1728, þar á meðal aðalhandrit
Heimskringlu, bæði Kringlu og Jöfraskinnu, og skinnhandrit af Ólafs sögu
Tryggvasonar, sem síðar komst í eigu danska bókasafnarans Peter Resens og
eftir lát hans í Háskólabókasafnið í Höfn, og má af þeim sökum hafa gagn af
þessum handritum af Series.
Ég mun hér á eftir fara fljótt yfir æviferil Þormóðar, en á fáein atriði
verður þó að minnast. Svo virðist sem Þormóður hafi eignast öfundarmenn
sem hafi róið undir við konung að hann yrði látinn fara frá hirðinni, og var
það gert. Óljósar heimildir láta liggja að því að Þormóður hafi orðið manni
að bana í fylliríi og ennfremur hefur hann verið grunaður um að hafa átt um
11 Kr. Kálund hefur prentað lista yfir þessi handrit á bls. xli í Katalog over de oldnorsk-
islandske handskrifter i Det store kongelige hihliotek [...] Kubehavn 1900.
12 Minerva 1786, bls. 665.