Skáldskaparmál - 01.01.1992, Side 16
14
Ólafur Halldórsson
of vingott við hirðmeyjarnar. Jóni Eiríkssyni hefur verið kunnugt um
einhverja ástæðu, sem hann hefur ekki viljað nefna.13 Konungur skipaði
Þormóð embættismann sinn í Stafangursstifti í Noregi, þar sem hann átti að
annast fjárreiður konungs. Því starfi gegndi hann frá 1664-67, og átti þá í
sífelldu stríði við aðra embættismenn sem virðast hafa gert honum allt til
bölvunar. 1665 gekk hann að eiga norska ekkju og fékk með henni
Stangarland á eynni Körmt, skammt fyrir norðan Stafangur, og þar bjó
Þormóður það sem eftir var ævinnar. 1667 var hann leystur frá þessu embætti
sínu, en í staðinn gerður að konunglegum fornfræðingi og þeirri stöðu hélt
hann þar til Friðrik hinn þriðji dó árið 1670. Við konungaskipti átti að
endurnýja skipunarbréf hans, en áður en af því yrði brá hann sér til Islands
að stússa í arfamáli sem hann átti í við náunga sína. Um haustið 1671 sigldi
hann aftur utan, en skipið braut við Jótland, og á leið til Hafnar kom
Þormóður við í Sámsey. Þar mun hafa orðið helst til glatt á hjalla, og urðu
samferðamenn hans sumir óðir af ofdrykkju, en gamanið endaði í slags-
málum og vildi hvorki betur né verr til en svo, að Þormóður stakk gest-
gjafann með korða sínum og varð þegar að vígi. Fyrir þetta víg sat hann í
fangelsi um veturinn og var dæmdur til dauða af birkidómara á staðnum, en
síðar náðaður á þeirri forsendu að hann hefði vegið manninn í nauðvörn, og
slapp hann þannig með sektir og opinbera skrift, en embætti fékk hann ekki
aftur fyrr en 1682, að hann var gerður að konunglegum sagnaritara og falið
að skrifa sögu Noregs. Því embætti hélt hann til dauðadags, þó að skrykkjótt
gengi að fá launin greidd. Árið 1706 veiktist Þormóður hættulega, líklega af
heilablæðingu, og missti minnið. Hann var þá staddur í Kaupmannahöfn, og
dvaldist hann þar og á Sjálandi þangað til um sumarið 1708, en þá fór hann
aftur til Noregs og gekk árið eftir að eiga seinni konu sína; fyrri konuna
hafði hann misst 1695. Þormóður lést 31. janúar 1719.
Þormóður hefur væntanlega fyrst haft spurnir af Árna Magnússyni í
bréfum frá danska fræðimanninum Thomas Bartholin, prófessor við
Hafnarháskóla, en Árni kom í þjónustu hans árið 1684. Tveimur árum síðar
fer séra Torfi í Gaulverjabæ mjög lofsamlegum orðum um Árna í bréfi til
Þormóðar, en kunningsskapur þeirra Árna hófst fyrst 1688. Þá var Þor-
móður staddur í Kaupmannahöfn í september og október, og er svo að sjá að
vel hafi farið á með þeim Árna. Þeir ákváðu þá að skrifast á, og Árni hefur
gengist undir að reka ýmis erindi fyrir Þormóð. Þegar 12. nóvember, varla
viku eftir að Þormóður kemur heim til sín, skrifar hann Árna og ávarpar
hann: ‘Monsieur Arne minn Magnusson, fornemme gode ven!’ Síðan kemur
kvabb: Þormóður hefur gleymt ýmsu smávegis þegar hann fór úr Höfn;
hann biður Árna að spyrja konu þá sem hann bjó hjá um undirbuxur sínar
‘af buchschinne, fodradar, splindurnyar’; náttpottur hans af tini hefur einnig
orðið eftir, kona hans saknar fimm bestu handklæða hans, lítinn tannkamb
13 Minerva 1786, bls. 686.