Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 17
15
Samskipti Þormóðar Torfasonar og Arna Magnússonar
vantar hann einnig og ýmislegt fleira smávegis, sem manni skilst að hafi verið
stolið frá honum.14 Á þessum árum hafði Þormóður að láni á Stangarlandi
flestar bestu skinnbækurnar sem til voru í eigu Háskólabókasafns og í
Konungsbókhlöðu; sumar hafði hann fengið með sér til Noregs 1664, en
flestar fékk hann 1682, þegar hann var endanlega gerður að sagnaritara
konungs. Árni hefur á þessum árum verið farinn að fást við rit sitt um Ara
fróða og hefur beðið Þormóð um handrit af íslendingabók og einnig allt
hvað hann fyndi í gömlum bókum um sumarauka, en sjálfur virðist hann
hafa lofað að skrifa upp Þórðar sögu hreðu fyrir Þormóð.15 Þetta var upphaf
að bréfaskiptum þeirra Árna og Þormóðar, en síðan skrifuðust þeir á öðru
hverju í þrjátíu ár. Mikill hluti bréfa þeirra er enn varðveittur, ýmist frumbréf
eða eftirrit, og er það sem varðveitt er gefið út í bók af Kristian Kálund í
Kaupmannahöfn 1916 undir heitinu Arne Magnusson. Brevveksling med
Torfcens (Þormóður Torfason), en Þormóður nefndi sig Torfæus á latínu, og
þannig er hann að heita má ætíð nefndur þar sem til hans er vitnað í
fræðiritum.
í fyrstu hefur Árni leitað til Þormóðar með ýmis vandamál í fræðunum,
svo sem eðlilegt var um jafnungan mann, spyr til dæmis hvað Þormóður
haldi um Eiríksfjörð á Grænlandi, Eiríksey, Markland, Vínland, írland hið
mikla og Gunnbjarnarsker.16 En þetta breyttist þó brátt: Árni verður fremur
veitandi en þiggjandi. Þormóður var að vísu mjög vel heima í íslenskum
fornritum, en hann var í einu og öllu barn síns tíma, var helst til auðtrúa á
fornar sögur og hafði einungis litla nasasjón af heimildakönnun. Honum
hætti til að styðja mál sitt jafnt með tilvísunum til fornaldarsagna, konunga-
sagna og annála; hann skorti gagnrýni til að meta og vega og til að skilja á
milli sagnfræði og skáldskapar. Hins vegar er augljóst að hann hefur haft
frjótt ímyndunarafl og hann hefur komið auga á ýmsa hluti mjög athyglis-
verða. Hann var hamhleypa til vinnu, fullur áhuga, fljóthuga og óþolinmóður
ef því var að skipta. Að ýmsu leyti bar hann af öðrum samtímamönnum
sínum á Norðurlöndum, en boðberi nýs tíma var hann ekki. Afstöðu hans til
sagnfræðivísindanna má meðal annars marka af því að hann fer viður-
kenningarorðum um Olaus Rudbeck hinn sænska,17 en því fer þó fjarri að
hann taki sagnfræði hans trúanlega. Árni fer hins vegar hörðum orðum um
Rudbeck. í bréfi sem hann hefur skrifað Þormóði frá Stettin 28. júlí 1694
segir hann: ‘Svensker taka nu til ad liuga upp gömlum sögum og nummis med
nina bokstöfum á,’ og nefnir Árni til tvo bræður, Petrus og Nicolaus Salani,
sem þá höfðu nýlega gefið út bækur í Uppsölum með tilvitnunum skrifuðum
með rúnum á íslensku, ‘so bagadre og rangre,’ segir Árni, ‘ad madr kann ad
14 Arne Magnusson. Brevveksling med Torfxus (Þormóður Torfason). Udgivet af Kr.
Kálund. K^benhavn 1916, bls. 1-2. Stytt hér á eftir AMBrevv.
15 AMBrevv., bls. 3.
16 AMBrevv., bls 9.
17 AMBrevv., bls. xxviii.