Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 18
16
Ólafur Halldórsson
þreifa a lígenne,’ og í lok bréfsins segir hann: ‘Firrnefndir Salani eru
systursynir Rudbeks, og er hans þvættings ande revera siöfalldadur [i
þeim].’18 Árni var í flestu andstæða Þormóðar: athugull og nákvæmur, leitaði
ævinlega frumheimilda ef þeirra var kostur; gagnrýni hans var ávallt vakandi
og honum virðist hafa verið fullkomlega ljóst að hve miklu leyti var
treystandi á íslenskar fornbókmenntir sem sögulegar heimildir.
Árni Magnússon heimsótti Þormóð haustið 1698 og dvaldist um tíma hjá
honum á Stangarlandi. Þann tíma hefur hann notað vel til að athuga handrit
þau sem Þormóður hafði að láni frá Höfn, einkanlega hefur hann skrifað upp
dróttkvæði og borið saman texta handritanna. Að sjálfsögðu hefur hann þá
athugað ritverk Þormóðar, og væntanlega hafa þeir átt viðræður um þau.
Þormóður hefur þá verið tekinn til við mikið ritverk um sögu Noregs, en úr
því ritverki hafði hann skilið sögu Orkneyja og Færeyja og hafði mikinn hug
á að koma þessum bókum á prent, enda veitti honum ekki af að hafa eitthvað
til að sýna yfirboðurum sínum þegar hann var að reita inn launin sín. En á
þessum tíma var ekki hlaupið að því að koma bók á prent. I fyrsta lagi var
allt ritskoðað og gekk stundum illa að fá þá til þess að lesa handritin að
bókunum, sem það áttu að gera. I öðru lagi var erfitt að fá útgefendur til að
kosta prentun, og varð höfundurinn oftast að gera það að miklu leyti sjálfur.
Ennfremur reyndist stundum torsótt að ná í pappír, og við margt annað var
að stríða. Það má því nærri geta að Þormóður var illa settur þar sem hann bjó
norður í Körmt, og varð Árni að snúast í flestu þessu fyrir hann, og gekk
hægt að fá bækurnar gefnar út. Árni hafði margt að athuga við ritverk
Þormóðar og gerði á þeim ýmsar breytingar; það gat hann ekki gert að
Þormóði fornspurðum, og um þetta snýst mestur hlutinn af bréfum þeirra.
Árið 1690 skrifa þeir hvor öðrum til feikilöng bréf um tímatal í sögum
Noregskonunga og gengur heldur illa að koma öllu heim og saman, enda
nota þeir ekki sömu handritin. Þormóður studdist í fyrstu einkanlega við
Flateyjarbók, en Árni hafði litlar mætur á henni og benti Þormóði á veilur
hennar í tímatali og öðru.19 Þormóður hafði litla eftirtekt veitt erlendum
sagnaritum, og hefur Jón Ólafsson úr Grunnavík það eftir Árna, að hann hafi
talið Þormóð ‘helst of hallan til íslenskra sagna, þangað til hann hefði komið
hönum til að lesa engelska og aðra framandi skríbenta.’20 Ég hef áður minnst
á að Þormóður var gjarn til að trúa fornaldarsögum, en Árni kallaði þær
ævintýri og gekk illa að fá Þormóð til að fallast á það. Hann hefur spurt Árna
um Jötunheima, og Árni svarar í bréfi til hans 22. apríl 1690: ‘Um Jötun-
heima kann eg ei i þetta sinn til ad svara, þar þad nafn ei finnst nema i
lígesögum, so sem af Sturlaugi Starfs(ama), Gaunguhr(olfs), Bosa, Þorst(eini)
Vik(ings)s(yni) og ödrum þvilikum.’21 Þessu svaraði Þormóður: ‘Explicatiu
18 AMBrevv., bls. 179-80.
19 AMBrevv., bls. 66.34-35, 317.39-318.3.
20 Árm Magnússons levned og skrifter I b, bls. 17.
21 AMBrevv., bls. 37.18-20.