Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 19
17
Samskipti Þormóðar Torfasonar og Arna Magnússonar
nochra orda sem aulfær, gagl, hvirfings drychiur, hlirbirt, festur, malaspiot
þacha jeg ydur, þad er allt gott, enn Jotunheima haldi þer ens fictum, og
hvorgi nema i ligasogum, þa er Hervarar saga ein af þeim, sama ma og vera
um Risaland, þo nefnir Landnama Dagstygg Risa kong [,..].’22 En Árni
kunni sér hóf og forðaðist að kippa fótunum alveg undan Þormóði. Honum
hefur þó sjálfum verið vel ljóst, að lítið var að marka þótt getið væri um
Dagstygg risakonung í ættartölu í Landnámu. En vel kemur fram í bréfi sem
Þormóður skrifaði Thomas Bartholin 21. júlí 1690 hve nauðugt honum var
að láta af trú sinni á Fornaldarsögur. Hann segir þar meðal annars, að það sé
ekki allt lygisögur sem útlenskir, einkum á þessari öld, vilja vera láta, en hann
skuli þó hafa Bartholins ráð og sleppa öllu sem sé með ævintýrablæ, en því
fari fjarri að hann telji allt lygisögur sem aðrir hafa kallað svo.23 Og þegar
Árni fór til íslands 1702 er Þormóður eins og barn sem sópar að sér
gullunum sínum; í þeim verkum hans sem birtust eftir það eru lygisögurnar
aftur komnar í sitt forna virðingarsæti.
Fyrsta verk sem birtist á prenti eftir Þormóð var saga Færeyja, skrifuð á
latínu, eins og allar hans bækur. Þetta var heldur lítil bók og snotur, prentuð
í Kaupmannahöfn 1695. Meginhluti hennar er þýðing á Færeyinga sögu eftir
Flateyjarbók. Tveimur árum síðar kom saga Orkneyja, mun stærri bók,
prentuð í Kaupmannahöfn 1697. I þeirri bók rekur Þormóður sögu
Orkneyja frá því að sögur hófust og fram til 1469, að eyjarnar gengu undan
Danakonungi. í upphafi vitnar Þormóður í Örvar-Odds sögu, Friðþjófs
sögu frækna og fleiri slíkar, enda þótt Árni vildi sleppa því öllu saman og hafi
sjálfsagt sniðið mikið af því burt.24 En það verk Þormóðar sem Árni átti
mestan þátt í er Series, sem ég hef áður minnst á. Þormóður hafði sjálfur
breytt ýmsu í þessu riti frá því að hann samdi það 1664, og fyrir tilstilli Árna
tók hann það til endurskoðunar á nýjaleik og ákvað að gefa það út, en áður
en það yrði prentað hafði Árni það hjá sér, og má segja að hann hafi
endursamið þessa bók að miklu leyti. Tilvitnanir á íslensku tók hann margar
eftir betri handritum en þeim sem Þormóður hafði notað og breytti á þeim
stafsetningu; einnig stytti hann bókina þannig, að nú náði hún ekki lengra en
til Gorms gamla, föður Haraldar blátannar. Series voru prentaðar í Kaup-
mannahöfn 1702, en höfðu verið lengi í deiglunni og kostað miklar
bréfaskriftir. Árni hefur beitt Þormóð meiri hörku við undirbúning þessarar
bókar en hinna fyrri og hefur nú sniðið fornaldarsagnaefnið miskunnarlaust
burtu. Þormóður reyndi til hins síðasta að bjarga einhverju af því og stakk
upp á að prenta síðast í bókinni eitthvað af því sem Saxi hafi auðsjáanlega
þekkt og segir að Árni geti stytt það, en vill þó ekki stytta mjög mikið, því að
hann sé búinn að hafa mikið fyrir að tína þetta saman.25 Mest sá hann eftir
22 AMBrevv., bls. 51.10-15.
23 Kafli úr þessu bréfi er prentaður í AMBrevv., bls. xxviii.
24 AMBrevv., bls. 33.10-16.
25 AMBrevv., bls. 94.26-95.10, 129.5-33, 320.37-321.2.