Skáldskaparmál - 01.01.1992, Qupperneq 20
18
Ólafur Halldórsson
Hrólfs sögu kraka sem Árni var ófáanlegur til að láta fylgja Series, og endaði
það með því að Þormóður gaf hana út sérstaka 1705, en sögu Gorms gamla,
Haralds blátannar og Sveins tjúguskeggs sér í bók 1707 (Trifolium
historicum).
Series verður ævinlega talið besta verk Þormóðar. Bókin vakti talsverða
athygli fræðimanna og spunnust um hana talsverðar deilur og skrif um það
hvort betur væri trúandi hinum íslensku heimildum um sögu Danakonunga
eða Saxa. Ludvig Holberg leikritaskáld og sagnfræðingur gerði grín að
þessum deilum og sagði að þar væri þrætt um hvort heldur ætti að trúa
dönskum lygisögum eða íslenskum.26 Þessi bók var síðasta verk Þormóðar
sem Árni Magnússon átti nokkurn hlut að, en síðar gaf hann út sögu
Vínlands 1705, sögu Grænlands 1706, en stærsta verk hans var Noregs saga
sem kom út í Kaupmannahöfn 1711 í stóru broti, meira en tvö þúsund
blaðsíður þétt prentaðar.
Þegar kynni þeirra Árna Magnússonar og Þormóðar Torfasonar hófust
mættust tveir menn sem í vísindalegu tilliti voru hvor af sínum heimi:
Þormóður var rótfastur í gamla tímanum, en Árni var í einu og öllu maður
hins nýja tíma. Þeir voru að flestu leyti ólíkir, en báru mikla virðingu hvor
fyrir öðrum og er ekki annað að sjá en að með þeim hafi tekist mikil vinátta.
Árni lét sér annt um minningu Þormóðar, og þegar hann veiktist í Höfn 1706
hefur Árni ekki búist við því að sjá hann aftur. Þá virðist hann hafa tekið til
við að safna heimildum um ævi Þormóðar, og stutt ævisaga hans er eignuð
Árna, sem ég efast þó um að hann hafi skrifað.27 Veturinn 1712-13 var Árni
nokkra mánuði á Stangarlandi hjá Þormóði. Þá brenndu þeir í sameiningu
öllum frumritum Þormóðar af þýðingum þeim dönskum sem Þormóður
hafði fyrr á árum gert af íslenskum sögum, og má nærri geta að bókabrenna
þessi hefur verið af hvötum Árna sem hefur ekki viljað láta þessar þýðingar
kasta skugga á nafn Þormóðar, en þær voru víða gauðrangar, eins og Árni
komst stundum að orði um vondar bækur. Bréf þeirra eru víða mjög
skemmtileg. Þeir nota dulnefni um ýmsa höfðingja, auðsjánlega vegna þess
að ekki var ævinlega farið vandlega með bréf á þeim tímum og mátti gera ráð
fyrir að ýmsir læsu þau áður en þau kæmust á leiðarenda. Fyrirmann að
nafni Meier (Reinhold Meier etatsráð 1634-1701) kalla þeir Sláttumann eða
Kaupamann, einn er nefndur séra Jón í Sævarhúsum, annar dýrið óarga, en
konung kalla þeir venjulega jöfur, allt til þess að útlendingar sem kynnu að
hnýsast í bréfin eða stela þeim skyldu ekki skilja við hverja væri átt.
Viðræður þeirra um tímatal í konungasögum enda á þessari skemmtilegu
klausu í bréfi frá Þormóði til Árna 15. desember 1699: ‘Harald grafeld
statuera jeg ofeilbarlig at vera sleiginn 962, þvi þa kemst flest alt saman, utan
Færeyinga historia perturberast, þvi þa verdr Þuridr meginechia yfir attræd,
26 Sjá t.d. Ellen J^rgensen. Historieforskning [...], bls. 147.
27 Ævisaga þessi er prentuð í Árni Magnússons levned og skrifter II, bls. 127-135.