Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 21
19
Samskipti Þormóðar Torfasonar og Arna Magnússonar
þa Sigur[dr] Þorlaksson vildi bidia hennar, enn þad kann þo ad komast heim,
þvi helst i Færeyium seigiast afgamlar kerlingar gifftast.’28
Stundum leið stuttur tími milli þess að Þormóður skrifaði Árna: 10. júlí
1690 skrifar hann nokkuð langt bréf, þá ferðbúinn til Nerstrand að fara í
skírnarveislu til fógetans. Viku síðar skrifar hann aftur, og hefst bréfið á
þessum orðum: ‘Jeg kom nu i giær fra barsel, kunni þer nærri geta eigi muni
mitt hofud rett standa, þvi eigi er vinid or hofde; i þria heila daga hellt eg þar
ut, i atta vænti eg mer at pænitera.’29 Árni var öllu seinni til og dró stundum
lengi að svara bréfum, enda kom einu sinni að því að Þormóður missti
þolinmæðina og skrifaði Árna skammabréf, en Árni svaraði aftur af þeim
þunga sem honum var lagið ef honum þótti, og varð eftir það nokkurt hlé á
bréfaskriftum þeirra.30
Þegar Árni tók að sér að sjá um útgáfu á Series stakk hann upp á að
Þormóður arfleiddi sig að handritum sínum í staðinn. Þormóður tók því vel,
og eftir dauða hans fékk Árni öll handrit hans. Flest þeirra voru lítils virði, en
þó voru þar góð og merk handrit í bland, en allt voru það pappírsbækur.
Meðal þessara bóka voru bréfabækur Þormóðar, sem síðan hafa verið
varðveittar í safni Árna Magnússonar, og er þar að finna frumgögn um
samskipti þessara manna.
Erindi flutt í Ríkisútvarpi haustið 1963
28 AMBrevv., bls. 292.27-33.
'9 AMBrevv., bls. 46.26-28.
30 AMBrevv., bréf nr. 45 og 46, bls. 146-154.