Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 23
21
Seiður og shamanismi í Islendingasögum
kjölfar Fritzners og með tilvísun til hans, fullyrt að „seiðurinn væri
augljóslega einskonar shamanismi." Það gerir til dæmis Ivar Lindquist í
doktorsritgerð sinni, Galdrar, Gautaborg, 1923, og Hugo Pipping í Edda-
studier II, Helsingfors, 1926.
Segja má að nýtt líf hafi færst í rannsóknir á sambandi shamanisma og
seiðsins þegar sænski fræðimaðurinn Dag Strömbáck birti doktorsritgerð
sína árið 1935. I fyrsta hluta þeirrar ágætu bókar - sem hann nefndi Sejd.
Textstudier i nordisk religionshistoria - safnaði höfundurinn saman öllum
dæmum um seið í fornnorrænum bókmenntum og rannsakaði þau að
fílólógískum hætti. I síðari hluta ritgerðarinnar gerði Strömbáck sér far um
að draga fram þá þætti sem einkenndu þessa sérstöku tegund norræns
galdurs, og varpaði ljósi á þá með samanburði við fjölmargar heimildir frá
Lapplandi og Síberíu. Frá því að Fritzner hafði birt grein sína höfðu reyndar
komið fram fleiri lýsingar á trúarathöfnum Sama og síberískra þjóða, en í
þessum lýsingum, nýjum og gömlum, fann Strömbáck það sem hann taldi
vera sannfærandi hliðstæður milli shamanískra funda og athafna við seið. I
lok bókarinnar dró höfundurinn þær ályktanir að „sejden nármast vore att
uppfatta sásom ett slags schamanism", og lagði áherslu á að algleymi og
sálfarir sem fylgdu því, væri að finna bæði í shamanisma og norrænum seið.
Tæpum þrjátíu árum síðar hóf ungur þýskur fræðimaður, Peter Buchholz
að nafni, að rannsaka shamanisma í norrænum fornbókmenntum ekki aðeins í
frásögnum af seið, heldur einnig í lýsingum á trúarlífi norrænna manna til
forna. Þessar rannsóknir dró Buchholz saman árið 1968 í doktorsritgerðinni
Schamanistische Ziige in der altislandischen Uherlieferung. Helsta niðurstaða
hans var sú, að mörg shamamsk sérkenni væru varðveitt í norrænum fornbók-
menntum. Hann flokkaði þau í fimm aðalgerðir sem hann nefndi: „Der
Schamane als Magier“, „Der Schamane als Dichter", „Der Schamane als
Krieger", „Der Schamane als ‘Handverker’“, „Der Schamane als Gott“. Það
sem hann flokkar undir fyrstu aðaltýpu er einkum seiðkonan Þorbjörg lítil-
völva sem frá er sagt í fjórða kapítula Eiríks sögu rauða. Af þessu má í rauninni
ráða að Buchholz sé þeirrar skoðunar að hin fræga aðferð við seið þann sem
framinn var hjá Þorkatli bónda á Grænlandi sé bein hliðstæða við shamaníska
fundi sem eru þekktir frá Síberíu og annarsstaðar úr Norðurevrasíu.
Af yngstu handbókum um norræna trúarbragðasögu að dæma er augljóst
að kenning þeirra Buchholz og Strömbácks um seiðinn er ríkjandi hjá
fræðimönnum. Svíinn Áke V. Ström sem skrifaði um germanskar þjóðir í
bókinni Germanische und Baltische Religion, sem kom út í Stuttgart 1975 í
ritröðinni Die Religion der Menschheit, segir til dæmis um Óðin: „Er ist der
Gott der Sejd, d.h. der schamanistischen Kunst ...“, og fáeinum blaðsíðum
síðar í sömu bók skilgreinir hann seiðinn sem „die nordische Form des
Schamanismus“.
Frakkinn Régis Boyer lýsir seiðnum á þessa leið í bókinni Yggdrasill. La
religion des anciens Scandinaves sem kom út árið 1981: „11 s’agit d’une sorte