Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 24
22 Frangois-Xavier Dillmann
de sorcellerie extatique dont les caractéristiques chamaniques ... ne sauraient
échapper ..."
Svo virðist sem heitið „shamanismi“ sé - nú sem stendur - orðið
einhverskonar tískuorð í fræðiritum sem fjalla um norrænar goðsagnir og
trúarbrögð.
En hvað er shamanismi?
Tilraun til skilgreiningar
Flestir fræðimenn sem hafa skrifað um samband seiðsins og shamanismans
hafa talið þessa spurningu óþarfa.
Aðrir hafa gefið ófullkomin svör, eins og til dæmis Régis Boyer sem er
þeirrar skoðunar að shamanismi „postule un spiritualisme vivant et l’exis-
tence d’un autre monde avec lequel le prétre-sorcier ou shaman est suscep-
tible d’entrer en contact". Þetta er auðvitað ekki rangt, en þó er skil-
greiningin svo víð að hægt væri að nota hana um næstum því allar tegundir
trúarbragða í heiminum.
Aðrir fræðimenn telja - leynt eða ljóst - að um shamanisma sé að ræða
um leið og algleymi (extase) eigi sér stað. Þessi skilgreining virðist að vísu
ekki vera eins haldlaus og hin fyrri, en þó nægir hún ekki, vegna þess að
algleymið er alþekkt fyrirbæri í ýmsu samhengi, í ýmsum trúarbrögðum,
sem eiga ekkert skylt við shamanisma; til dæmis má nefna að ýmsir frægir
helgir menn katólsku kirkjunnar féllu stundum í algleymi.
Aðrir fræðimenn hika ekki við að tala um shamanisma þegar þeir finna í
gömlum frásögum lýsingar á sálförum eða dulrænu flugi. En þessi fyrirbæri
nægja ekki heldur til þess að unnt sé að tala um shamanisma. Ef svo væri
yrðum við að skilgreina flestar nornir og flesta galdramenn í Vestur-Evrópu
á síðmiðöldum og eftir siðaskipti sem sanna shamani.
Þessum norrænufræðingum til málsbóta getum við nefnt að sama
hugtakaruglinginn er oftast að finna í fræðiritum um shamanisma hjá öðrum
þjóðum. Og í raun og veru hefur slíkur ruglingur lengi verið ríkjandi í trúar-
bragðafræði þegar fjallað hefur verið um shamanisma yfirleitt. Það var fyrst
um miðja þessa öld að ýmsar ritgerðir komu á prent, sem voru skrifaðar í
þeim tilgangi að skilgreina nánar þetta trúarlega fyrirbæri.
Árið 1946 birti rúmenski fræðimaðurinn Mircea Eliade, sem þá var
búsettur í París, grein í Revue de l’Histoire des Religions sem hann nefndi:
„Le probléme du chamanisme", og fimm árum síðar kom út, einnig í París,
mikilvæg bók eftir hann: Le chamanisme et les techniques archaiques de
l’extase. I þessari bók - sem hefur verið þýdd á ýmis tungumál - gerði Eliade
sér far um að lýsa öllum þekktum tegundum af shamanisma um víða veröld.
En í fyrri hluta bókarinnar lagði höfundurinn áherslu á nokkra þætti sem
hann taldi einkenna þetta fyrirbrigði. Og svo kom Eliade með eftirfarandi