Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 25
23
Seiður og shamanismi í Islendingasögum
skilgreiningu á „shamana": „Celui-ci est le spécialiste d’une transe, pendant
laquelle son áme est censée quitter le corps pour entreprendre des ascensions
célestes ou des descentes infernales." Það er: „Hann er sérfræðingur í því að
ná algleymi / að komast í dá, og meðan hann liggur í dái er sál hans sögð fara
úr líkamanum í þeim tilgangi að stíga upp til himins eða sökkva til helvítis."
Margir fræðimenn í trúarbragðasögu hafa fallist á skoðun Eliades, en
hann var líka gagnrýndur af ýmsum öðrum. Á meðal þeirra er ungverskur
þjóðfræðingur, László Vajda að nafni, sem er búsettur í Múnchen. Árið 1959
birti Vajda grein í Ural-Altaische Jahrbiicher sem hann nefndi „Zur phaseo-
logischen Stellung des Schamanismus". I þessari grein gerði hann tilraun til
að skilgreina ennþá nánar en Eliade hafði gert hvað shamanismi sé í Síberíu
og Miðasíu, það er að segja á þeim svæðum þar sem tilvist þessa trúarlega
fyrirbrigðis sé - ef ekki upprunaleg - þá að minnsta kosti ótvíræð á
sögulegum tíma.
I trúarlífi þjóða í Síberíu og Miðasíu fann Vajda átta einkenni sem
samanlögð afmarka að hans dómi shamanismann stricto sensu. Fyrsta
einkennið er „die Ekstase“, algleymið, sem Vajda álítur vera hvorki meira né
minna en „strukturbedingendes Prinzip des Schamanismus“. Algleymið
getur haft tvær hliðar sem stundum eru aðskildar, en stundum sameinaðar.
Onnur er gerandi, það er „die Besessenheit", æðið; hin er þolandi, það er „die
Lethargie", drunginn. Líkaminn liggur á jörðinni eins og shamaninn væri
dauður og sál hans fer úr honum til að ferðast um. Þetta kallar Vajda
kjarnann í shamanismanum: „Der Kern des Schamanismus ist eben die
Gabe, die eigene Seele fortschicken zu können.“
Annað einkenni er tilvist hjálparandanna-. „Ohne Hilfgeisterglaube kann
nicht úber Schamanismus geredet werden", segir Vajda. Þessir hjálparandar
eru dýr sem verða að einskonar alter ego fyrir shamaninn.
Þriðja einkenni er köllunin. Hún fer oftast þannig fram, að hinn verðandi
shamani er kallaður á móti vilja sínum.
Fjórða einkenni er vígsluathöfnin, sem hverjum shamana er skylt að
ganga í gegnum. Hún er fólgin í mismunandi þáttum, en mikilvægastir eru
„hinn dulræni dauði“ og upprisan.
Fimmta einkenni er sálfarir íannan heim, fyrirbrigði sem Vajda telur vera
eitt af grundvallaratriðum í shamanisma.
Sjötta einkenni er tilvera sérstakrar heimsmyndar eða kosmólógíu: „Der
Glaube, dafi der Schamane von der Erde zum Himmel oder zur Unterwelt
fáhrt, ist mit einer ganz bestimmten Auffassung úber die Struktur des
Weltalls verbunden." Þessi heimsmynd er saman sett úr ýmsum þáttum sem
alltaf eru til staðar, svo sem heimsmöndli sem getur verið tré eða berg, en
heimurinn var talinn myndaður af mörgum sviðum (oftast þremur, en
stundum sjö eða níu).
Sjöunda einkenni er shamanaeinvígi, sem ekki átti sér neina sérstaka
orsök, en er talið vera bundið við árstíðaskipti, einkum vorkomuna.