Skáldskaparmál - 01.01.1992, Side 29
27
Seiður og shamanismi í íslendingasögum
Þorkell herðir nú at Guðríði, en hon kvezk mundu gera sem hann vildi. Slógu
þá konur hring um hjallinn, en Þorbjprg sat á uppi. Kvað Guðríðr þá kvæðit svá
fagrt ok vel at engi þóttisk fyrr heyrt hafa með fegri raust kveðit, sá er þar var.
Spákona þakkar henni kvæðit; hon sagði margar náttúrur ‘higat <hafa> at sótt og
þótti fagrt at heyra þat er kveðit var, er áðr vildi frá oss snúask ok oss ongva
hlýðni veita. En mér eru nú margir þeir hlutir auðsýnir er áðr var bæði ek ok
aðrir dulðir. En ek kann þat at segja, at hallæri þetta mun ekki haldask lengr ok
mun batna árangr sem várar. Sóttarfar þat sem lengi hefir <á> legit mun batna
vánu bráðara. En þér, Guðríðr, skal ek launa í hpnd liðsinni þat sem oss hefir af
<þér> staðit, þvíat þín forlpg eru mér nú pll gloggsæ. Þat muntu gjaforð fá hér á
Grœnlandi er sœmiligast er til, þóat þér verði þat eigi til langæðar, þvíat vegar
þínir liggja út til Islands, ok mun þar koma frá þér ættbogi bæði mikill ok góðr,
ok yfir þínum ættkvíslum mun skína bjartr geisli, enda far <þú> nú vel ok heil,
dóttir mín.’
Síðan gengu menn at vísendakonunni ok frétti hverr eptir því sem mest
forvitni var á; var hon ok góð af fráspgnum; gekk þat ok lítt í tauma, sem hon
<sagði>.
Þessu næst var komit eptir henni af pðrum bœ, ok fór hon þá þangat. Var <þá>
sent eptir Þorbirni, því at hann vildi eigi heima vera meðan slík heiðni var framin.
Veðrátta batnaði skjótt þegar er vára tók, sem Þorbjprg hafði sagt. Býr
Þorbjprn skip sitt ok ferr unz hann kemr í Brattahlíð. Tekr Eiríkr við honum
báðum hpndum ok kvað þat vel er hann var þar kominn. Var Þorbjprn með
honum um vetrinn ok skuldalið hans.
Eptir um várit gaf Eiríkr Þorbirni land á Stokkanesi, ok var þar gprr sœmiligr
bœr, ok bjó hann þar síðan.
Þegar þessi óvenju nákvæma lýsing á seiðkonu og íþrótt hennar er lesin
og frásagnir um shamaníska trúarsiði í Síberíu og annarsstaðar eru hafðar
í huga er eitt atriði sérstaklega athyglisvert: hvorki á meðan seiðurinn var
framinn né fyrir hann eða eftir er minnst á að Þorbjörg hafi komist í
algleymi. Engin setning í Skálholtshók eða Hauksbók gefur til kynna að
völvan hafi verið gripin af einhverju æði: Þorbjörg patar ekki, hún stappar
ekki, hún fær engin flog, hún hvorki æpir né ýlfrar. Munurinn á framkomu
hennar og framkomu shamana þeirra sem Sieroszewski lýsir í hinni frægu
bók sinni, Du chamanisme d’aprés les croyances des Yakoutes, er augljós:
norræna seiðkonan kemur engan veginn fram eins og óð manneskja.
Þar sem í Eiríks sögu er hvergi getið um virkt algleymi - það er að segja
æðið - þá er ekki heldur getið um hina tegund algleymisins, það er að segja
drungann, sinnuleysið. Ekkert í textanum bendir til þess að líkami Þor-
bjargar hafi legið eins og dauður á meðan seiðurinn var framinn og að sál
hennar hafi farið úr honum til þess að fara leiðar sinnar til himins eða til
helvítis. Þvert á móti! Því að í allri framkvæmd seiðsins sýnir Þorbjörg að
hún sé að öllu leyti viðstödd bæði líkamlega og andlega. Því síður hafa sál
hennar og andi farið úr skálanum, þar sem Þorkell bóndi hafði safnað saman
öllum heimamönnum sínum, að það er skýrt tekið fram að hún lét í ljós álit
sitt á flutningi kvæðisins sem nauðsynlegt var til þess að fremja seiðinn.
Þorbjörg á ekki aðeins orðaskipti við Guðríði, heldur finnur hún líka