Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 31
Seiður og shamanismi í íslendingasögum
29
Dass Þorbjprg in Ekstase gerat, erwáhnt der Beleg nicht ausdriicklich, lásst sich
aber aus friiher zitierten vergleichbaren Berichten erschliessen.
Augljóst er að rökfærsla af þessu tagi er vafasöm og það því fremur sem
fjórði kapítuli Eiríks sögu er lengsta og nákvæmasta frásögn af seið, sem um
getur í norrænum ritum. Buchholz segir ekki heldur hvaða aðrar frásagnir
hann á við. En þessi aðferð finnst honum svo hagkvæm að hann notar hana
oftar, til dæmis þegar hann fullyrðir þetta:
Was das Fehlen des Tanzes und der Trommelbegleitung betrifft, so sollte man es
nicht iiberbewerten, zumal alle anderen Techniken belegt sind. Ein Grund fiir
diesen ‘Mangel’ lásst sich wohl kaum angeben. Auch hier wird man den Zufall
der Uberlieferung in Rechnung stellen miissen; auf einen Rundtanz der
Helferinnen bei der Séance deutet die Bemerkung der Eiríks saga rauða 4 ‘slógu
þá konur hring um hjallinn’ hin.
Ef ég hef skilið Buchholz rétt, virðist hann viðurkenna - einnig hér - að
tvær af helstu aðferðum sem shamanir notfærðu sér til þess að komast í
algleymi sé ekki heldur að finna í Eiríks sögu. Hann segir að þetta skipti samt
ekki miklu máli, og því síður þar sem setning í textanum bendi til þess að
konurnar hafi dansað í kringum Þorbjörgu. Þetta eru í raun og veru einu
rökin sem Buchholz hefur fundið í öllum fjórða kapítula Eiríks sögu til
stuðnings sínu máli.
Segja má að þó að þessi ábending væri rétt, þá nægði hún ekki til að halda
allri shamanísku byggingunni uppi. En rétt er hún varla, því að orðasam-
bandið að slá hring um c-ð/e-n, sem er sameiginlegt báðum gerðum Eiríks
sögu, þýðir ekkert annað en „að mynda hring um e-ð eða um e-n“, án þess að
í því felist að það bendi í sjálfu sér til einhvers dans. Þetta kemur glöggt fram
af dæmum um notkun þessa orðasambands í fornum bókmenntum, sem ég
hef fundið í Orðabók Árnanefndar í Kaupmannahöfn eða séð annarsstaðar.
Hilda R. Ellis Davidson fer að á svipaðan hátt. Hún vitnar í fjórða
kapítula Eiríks sögu þar sem hún lýsir „The Role of the Shaman“ í bók sem
hún birti 1976 og heitir: The Viking Road to Byzantium. Síðan segir hún að
þrátt fyrir það að þessi frásögn feli ekki í sér öll væntanleg sérkenni
shamanískra funda, svo sem trumbuslátt og dans, sé ekkert í henni sem
útiloki þann möguleika að seiðkonan hafi komist í algleymi áður en hún
komst yfir vitneskju sína um forlög manna. Þar að auki segir Hilda Davidson
að frásögnin í Eiríks sögu hafi að geyma hliðstæður við shamanískar athafnir,
hliðstæður sem hún telur vera bæði nákvæmar og sannfærandi. Ein af
þessum hliðstæðum varðar búning seiðkonunnar. Hilda Davidson heldur því
fram að heiti möttuls Þorbjargar - tuglampttull - sé annars óþekkt í
fornnorrænum bókmenntum, en að þetta nafn bendi til búnings sem
shamanir báru í Síberíu og annarsstaðar, það er að segja til „skikkju með
böndum eða tyglum."