Skáldskaparmál - 01.01.1992, Qupperneq 32
30
Frangois-Xavier Dillmann
Þessi tilgáta er að vísu mjög óljós, og hvað fullyrðingu höfundarins um
orðið tuglamQttull í forníslensku varðar má segja að hún sé einfaldlega
röng, því að orðið kemur oftar en einu sinni fyrir í fornnorrænum textum.
Fritzner hefur tvö dæmi um það í orðabók sinni, en Richard Cleasby og
Guðbrandur Vigfússon bættu þriðja dæminu við. í Orðabók Árnanefndar í
Kaupmannahöfn eru fleiri dæmi um þetta samsetta orð, og í öllum þessum
tilvikum hafa menn sem bera slíkan möttul ekkert sérkenni shamana. Flestir
þeirra eru venjulegar sögupersónur, svo sem Sigurður Þorláksson í
Færeyinga sögu, eða Eymundur Flringsson í Eymundar þætti í Flateyjarbók.
Ekkert bendir í rauninni til þess að notkun þessa möttuls - sem hafði ýmis
önnur heiti, svo sem mpttull á tuglum, mQttull með tuglum eða seila-mQttull
- hefði verið óvenjuleg, það er að segja takmörkuð við til dæmis galdra-
menn.
Röksemdafærsla Dag Strömbácks í doktorsritgerð hans frá árinu 1935 var
bæði fróðlegri og snjallari. Kostur hennar var sá, að Strömbáck athugaði
sérstaklega það sem óneitanlega myndar kjarnann í seiðathöfninni, það er að
segja sönginn, hlutverk hans og flutning.
Ffvað hlutverk söngsins varðar, þá taldi Strömbáck að mestu máli skipti í
þessu samhengi að útskýra heiti hans. Nafn kvæðisins vildi hann lesa eins og
það er skrifað í Flauksbók, það er varðlokkur (með tveimur k-um), frekar en
eins og það er skrifað í Skálholtsbók, það er varðlokur (með einu k-i), af
þeim sökum að Hauksbók sé eldri en Skálholtsbók. Þetta nafn - varðlokkur
- skildi hann sem samsett orð, en seinni lið þess taldi hann vera nafnorð
myndað af sögninni að lokka. Fyrri liðinn taldi Strömbáck aftur á móti vera
það sem í fræðiritum um trúarbragðasögu er kallað „l’áme libre“, „frisjálen“
- í samræmi við ýmis orð sem koma fyrir í sænskum og norskum
mállýskum: vord, várd o.s.frv., sem merkja „andligt vásen, som utgár frán
(och följer) levande mánniska", ef til vill sama og fylgja í forníslensku,
„frjáls sál“.
Samkvæmt orðskýringum Strömbácks myndi nafnið varðlokkur því vísa
til sérstaks galdrasöngs sem notaður hefði verið í þeim tilgangi að kalla heim
sál seiðkonunnar, en sálin hefði farið úr líkamanum meðan seiðkonan lá í dái.
En hvað flutning söngsins snertir, þá fann Stömbáck í ferðasögum frá
Lapplandi fleiri atriði sem hann taldi mynda sannfærandi hliðstæðu við
seiðathöfnina í Eiríks sögu.
I lýsingu Isaac Olsens á lappneskum galdramönnum, sem var birt í
Kildeskrifter til den lappiske Mythologi, sem J. Qvigstad gaf út í Osló 1903 til
1910, er til að mynda sagt frá þátttöku stúlku nokkurrar í shamanískum
fundi: meðan galdramaðurinn lá á jörðinni eins og dauður flutti hún
galdrasöngva til þess að vekja hann. Strömbáck fannst mikilvægt að í þessari
lýsingu er eins og í Eiríks sögu um að ræða unga konu sem flytur sönginn
sérstaklega vel, og hún fær laun fyrir þátttöku sína í galdraathöfninni. Síðan
dró Strömbáck þá ályktun að flutningur galdrasöngsins í Eiríks sögu hafi