Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 33
31
Seiður og shamanismi í Islendingasögum
verið, eins og á lappneska fundinum, gerður í þeim tilgangi að kalla heim sál
seiðkonunnar. Flutningur söngsins væri því í fullkomnu samræmi við
merkingu orðsins varðlokkur.
Dag Strömbáck gerði sér náttúrlega grein fyrir því, að þessi túlkun kæmi
ekki heim og saman við sjálfan texta Eiríks sögu, en hann hafði framar í
bókinni fært rök fyrir því að fjórði kapítuli sögunnar væri í rauninni frum-
saminn tilbúningur höfundarins og hann hefði verið skrifaður sérstaklega í
þeim tilgangi að heiðra Guðríði. Af þeim sökum hugði hann að þessi frásögn
hefði vafasamt gildi sem heimild um heiðna siði og að ýmis atriði í þessum
kapítula væru ekki trúverðug. Þar á meðal taldi hann athugasemdina um
náttúrur sem sóttu til seiðkonunnar vegna söngsins.
Ekki efast ég um að túlkun Dag Strömbácks sé mjög áhugaverð og að hún
styðjist við mikinn skilning á norrænum mállýskum, lappneskum trúar-
siðum og á byggingu Eiríks sögu rauða. En samt finnst mér að þessi túlkun sé
byggð á rökum sem eru sumpart ekki nægilega traust og stangast sumpart á.
Túlkun orðsins varðlokkur virðist ekki vera nægilega traust. Eins og Sven
B.F. Jansson hefur réttilega bent á í doktorsritgerð sinni um Eiríks sögu
rauða er ekki hægt að taka lesháttinn -lokkur fram yfir lesháttinn -lokur
einvörðungu af þeim sökum að hinn fyrri kemur fyrir í eldra handriti. Báðir
leshættir eru formlega jafnréttir, en hinn síðari (-lokur) er þýðingarmikill:
orðið varðlokur gæti verið hugsað sem heiti á galdrasöng sem væri ætlaður til
þess að loka inni - í hringnum sem konurnar höfðu slegið - það sem kallað
var varð-. En hvað þennan lið orðsins varðar er merkingin „frjáls sál“ ekki sú
eina sem þekkt er úr norrænum mállýskum, eins og Strömbáck sjálfur
viðurkenndi.
I fróðlegri grein sem norski fræðimaðurinn Magnus Olsen birti í tíma-
ritinu Maal og Minne 1916 færði hann rök fyrir því að orðið varð gæti líka
þýtt: „verndarandar", „gárd vord“, „nisse“ eða á latínu „genii tutelares". En
þessi merking kemur áreiðanlega betur heim við frásögn Eiríks sögu, því að
höfundurinn talar beinum orðum um margar náttúrur, það er að segja um
einskonar anda sem sóttu til seiðkonunnar vegna söngsins.
Að vísu var Dag Strömbáck þeirrar skoðunar að það sem segir um þessar
náttúrur væri ekki trúverðugt. En skýr rök fyrir því færði hann ekki, svo
undarlegt sem það má vera. Þó má segja að heimildagagnrýni hans sé að
mestu leyti sannfærandi, sérstaklega þegar hann bendir á hlutverk Guðríðar
í sögunni, engin leið sé að skera úr um hvað sé upprunalegt í lýsingunni á
seiðathöfninni og hvað ekki.
En ef ætlunin er að bera þessa frásögn saman við aðrar heimildir, þá
verður að gæta þess að athuga alla þætti frásagnarinnar, og ekki aðeins þá
sem athugandanum finnst vera upprunalegir.
Aðalgallinn á samanburði þeim sem Strömbáck gerði á Eiríks sögu rauða
og heimildum frá Lapplandi finnst mér vera sá, að hann valdi einvörðungu
eitt atriði í Eiríks sögu, nefnilega hlutverk Guðríðar í athöfninni. En