Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 34
32
Frangois-Xavier Dillmann
samkvæmt heimildagagnrýni Strömbácks sjálfs ætti þetta atriði frásagnar-
innar að vera það tortryggilegasta, vegna þess að höfundurinn lætur Guðríði
flytja sönginn í þeim tilgangi að draga að henni athyglina og lýsa ágæti
hennar.
En samt sem áður er samanburðurinn í sjálfum sér ekki sannfærandi: hið
eina sem við sjáum er að stúlka nokkur flytur galdrasöng, bæði í Eiríks sögu
og í ferðasögu frá Lapplandi. Öll önnur atriði styðjast við þetta. Sú stað-
reynd, að stúlkan getur sungið galdrasönginn þýðir náttúrlega að hún hafi
einhvern tíma áður lært þessa íþrótt. Og söngurinn veldur því á eðlilegan
hátt að stúlkan þiggur laun. Það er því eitt einasta atriði sem virðist vera sam-
eiginlegt báðum heimildunum, það er að stúlka nokkur söng á galdrafundi til
þess að hjálpa galdramanninum.
Ekki finnst mér vera hægt að kalla þetta augljóst samræmi og því síður að
draga af því svo miklar ályktanir um sálarástand seiðkonunnar í Eiríks sögu
sem Dag Strömbáck gerði, á mjög áhugaverðan hátt, en ekki í samræmi við
texta Eiríks sögu.
Til að ljúka þessari umræðu um mismunandi túlkanir á fjórða kapítula
Eiríks sögu rauða nægja aðeins fáein orð: Eins og frásögnin lítur út núna í
báðum gerðum sögunnar, Hauksbók og Skdlboltsbók, reynist ókleift að
finna í henni neina þætti sem samanlagðir gætu myndað það sem ég vildi
kalla einföldustu gerð shamanisma.
Þetta á líka við um allar aðrar frásagnir af seið í Islendingasögum, bæði
þær sem lýsa seið sem var framinn í þeim tilgangi að spá um örlög manna,
eins og í Vatnsdalu, og þær sem fjalla um þann galdur sem var gerður til þess
að skaða menn, eins og í Gísla sögu og í Laxdælu.
Niðurstaða mín er sú, að ekkert í lýsingum íslendingasagna á seið geri
okkur kleift að tala um shamanisma í því sambandi. En rangt væri að draga af
því þá ályktun að samanburðaraðferðin sé gagnslaus, sú aðferð að bera
saman frásagnir í íslendingasögum og heimildir um trúarlíf annarra þjóða sé
til einskis, ef ekki villandi. Þvert á móti! Því að slík aðferð - þegar hún er
notuð með gætni og þegar hún notfærir sér nánari skilgreiningu á hugtökum
eins og shamanisma - getur í nokkrum tilvikum gert okkur kleift að skilja
betur hvað er sérstakt í íslenskum trúar- og galdrasiðum eins og þeim er lýst
í Islendingasögum.
Með tilliti til þessa virðist svo sem seiðurinn hafi verið hugsaður í
íslendingasögum eins og galdur sem hafi verið framinn í ástandi sem -
andstætt öllu algleymi, transi og drunga - geti einkennst af mjög virkri
vitund. í þessu ástandi notar sá sem seiðinn fremur í senn andlega hæfileika
sína og vísdóm í þeim tilgangi að skilja andana sem söngurinn hefur dregið
að.
Þetta kemur ágætlega heim við bæði það sem segir í Islendingasögum um
persónuleika galdramanna til forna og það sem hægt er að sjá af norrænum
orðaforða um galdur.