Skáldskaparmál - 01.01.1992, Side 63
Rjóðum spjöll í dreyra
61
kvæmt Snorra virðist skáldskapurinn eiga heima á mörkunum; á mörkum
þess sem er hreint og saurugt, frjóvgandi og banvænt, lifandi og dautt. Á
þeim sömu mörkum rekumst við á annað mikilvægt verk íslenskra miðalda,
Egils sögu Skallgrímssonar. Ekki er nóg með að þar sé lýst grimmilegum
drápum í torræðum kvæðum, heldur framkallar frásögnin í huga lesanda
endurteknar myndir blóðs, mjöðs og spýju, sköpunar, ofbeldis og eyðingar.
Tilefni þessara vangaveltna voru þó ekki tengsl Eglu og Eddu Snorra
Sturlusonar, heldur forvitni um áhrifin sem frásögnin af Agli Skallagrímssyni
og ættmennum hans hefði á viðtakendur. Forvitni mín kviknaði þegar ég
frétti af nemanda í framhaldsskóla sem varð óglatt og þurfti að fara fram eftir
að hafa hlýtt á kennara sinn lesa kafla úr sögunni í kennslustund. Ég hafði
ekki orðið fyrir sömu áhrifum af Eglu. Mér þótti sagan, þvert á móti, hafa
umtalsvert aðdráttarafl, ekki síst vegna óhuggulegra lýsinga og ýmis konar
endurtekninga. Fregnirnar af framhaldsskólanemanum þröngvuðu mér til að
skoða betur eigin hug. Hvernig gat sami textinn vakið einum hrylling og
verið öðrum uppspretta nautnar? Til að svara þeirri spurningu hér á eftir
styðst ég við kenningar sem fram komu fyrr á þessari öld í ritum þriggja
evrópskra fræðimanna, þeirra Sigmund Freuds, Juliu Kristevu og Georges
Batailles. Mér sýnist að þau geti öll tekið undir að Egils saga sé til þess fallin
að verka á dýpstu kenndir lesenda. Hins vegar greinir þau, að einhverju leyti,
á um hvaða kenndir sagan virkjar og hvers vegna.
I
í greininni „Das Unheimliche“ (1919) skilgreinir Sigmund Freud óhugnað
sem það svið þess hræðilega sem rekja megi til fortíðarinnar, til barnæsku
okkar eða frumstæðari lífshátta. Hann segir að okkur þyki það óhugnanlegt
sem eitt sinn var kunnuglegt en hætti að vera það, það sem skipti áður
höfuðmáli fyrir hugsunarhátt okkar og tilfinningalíf en varð að bæla í
einstaklingsbundinni eða sögulegri vitund.4 Rökfærslu sína byggir hann í
upphafi á umfjöllun um mótsagnakennda merkingu þýska orðsins das
Heimliche, sem merkir í senn það sem er kunnuglegt og ókunnugt, leyndar-
dómsfullt og óhugnanlegt, jafnvel eitthvað sem hefur komið í ljós en ætti að
vera hulið. Síðar tekur Freud ýmis dæmi um óhugnað úr bókmenntum, en
hann rekur þann varnagla að sumt sem okkur þyki óhugnanlegt í daglegu lífi
hafi engin áhrif þegar við rekumst á það í skáldskap, nema að skáldskapurinn
Dronke, Guðrún P. Helgadóttir, Gerd Wolfgang Webber og Hans Bekker-Nielsen.
Odense University Press, Odense 1981, s. 155-170. Þá hefur Svava Jakobsdóttir
dregið í efa skilning Snorra á sögunni um skipti þeirra Gunnlaðar og Óðins í greininni
„Gunnlöð og hinn dýri mjöður.“S&z'r«2V 162 (Haust 1988), s. 215—45.
4 „The ‘Uncanny’.“ Þýtt af Alix Strachey. í safnritinu Studies in Parapsychology, Philip
Rieff sá um útgáfuna. Collier Books, New York 1966, s. 55.