Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 65
Rjóðum spjöll í dreyra 63
Bróðursonur hans og nafni er kynntur til sögunnar með þessum orðum:
En er hann fæddist upp þá var hann snemma mikill vexti og hinn vænsti sýnum.
Var það allra manna mál að hann mundi vera hinn líkasti Þórólfi Kveld-Ulfssyni
er hann var eftir heitinn. Þórólfur var langt um fram jafnaldra sína að afli. En er
hann óx upp gerðist hann íþróttamaður um flesta þá hluti er þá var mönnum títt
að fremja, þeim er vel voru að sér gervir. Þórólfur var gleðimaður mikill.
Snemma var hann svo fullkominn að afli að hann þótti vel liðfær með öðrum
mönnum. Varð hann brátt vinsæll af alþýðu. (s. 405)
í þessu sambandi er sjálfsagt að minna á líkindi Skalla-Gríms og Egils. Þeir
feðgar eru báðir í hlutverki óásjálega bróðurins sem elst upp í skugga Þórólfs
en lifir hann þó. Áhrifamáttur þessarar tvöföldunar eykst við endurtekningu
ýmissa nafna í Eglu. Auk Skalla-Gríms koma til dæmis einir átta Grímar við
sögu og tengjast ættkvísl Kveld-Ulfs með ýmsu móti. Þannig er frá því greint
þegar Arinbjörn hersir gefur Agli Skalla-Grímssyni sverðið Dragvandil.
„Það hafði gefið Arinbirni Þórólfur Skalla-Grímsson en áður hafði Skalla-
Grímur þegið af Þórólfi bróður sínum en Þórólfi gaf sverðið Grímur
loðinkinni, son Ketils hængs. Það sverð hafði átt Ketill hængur og haft í
hólmgöngum“ (s. 463-64). Að frátaldri þátttöku Arinbjarnar, fer sverðið hér
ýmist frá föður til sonar, frá bróður til bróður, frá Grími til Þórólfs, eða
Þórólfi til Gríms.
Onnur birtingarmynd tvífaraminnisins í Egils sögu eru hamfarir Kveld-
Ulfs, Skalla-Gríms og Egils.81 þessum karllegg býr dýrs- eða tröllslegt æði
sem brýst út undir vissum kringumstæðum og nær þá stjórn á öllum
athöfnum þeirra frænda. Þetta kemur vel fram þegar Skalla-Grímur er við
knattleika og verður svo sterkur að hann lemur Þórð, vin Egils, til bana og
býr sig undir að fara eins með son sinn (s. 415). Bent hefur verið á hvernig
nafn Kveld-Ulfs og framkoma tengjast þjóðsögum um varúlfa,9 og ekki er
heldur djúpt á dýrinu í Agli. Skemmtileg ábendingin um það síðarnenda er
þegar Berg-Önundur heldur að Egill sé björn sem gert hefur þeim
eyjaskeggjum spellvirki: „Berg-Önundur rann fram að runninum. Hann
hafði hjálm og skjöld, gyrður sverði en kesju í hendi. Egill var þar fyrir í
runninum en engi björn“ (s. 451).
Svo vikið sé loks að almennum endurtekningum í frásögninni, þá hafa
fræðimenn löngum flokkað saman ýmis minni og stef til að sýna fram á
einingu milli sögu Kveld-Ulfssona og sögunnar af sonum Skalla-Gríms.
Baldur Hafstað heldur til dæmis fram að Egils saga sé vináttusaga þar sem
„vináttu jafningja sé teflt gegn vináttu- og tryggðaböndum konungsmanns
8 Halldór Guðmundsson fjallar sérstaklega um þessa gerð forn-íslenskra tvífara í
áðurnefndri grein og sækir þar meðal annars til rits Régis Boyers, Le monde du
double- La magie chez les anciens Scandinaves. París 1986.
9 Anne Holtsmark hefur til dæmis fjallað um hamskipti þeirra Kveld-Úlfs í tengslum
við varúlfaminni í greininni „On the werewolf motif in Egil's Saga Skallagrimssonar.“
Scientia Islandica - Science in Iceland I (1968), s. 7-9.