Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 68
66
Jón Karl Helgason
erfiða reynslu, til dæmis aðskilnað við foreldri. Svipaða sögu er að segja af
fólki með sálræna erfiðleika, sem lifir í draumi og jafnvel vöku tilteknar
hörmungar úr fortíð sinni.18 Freud veltir fyrir sér hvort markmið barnsins sé
að ná valdi á hinni erfiðu reynslu með því að leika hana, eða hefna sín á
foreldrunum, en þegar hann fer að greina endurtekningarhvöt þess hugsjúka
virðist honum að þar brjótist ósjálfrátt fram bældar sársaukafullar minningar.
Sjúklingurinn er dæmdur til að skynja fortíðina sem síendurtekna nútíð.
Mér þykir vert að spyrja hvort reynsla okkar af lestri Egils sögu sé á
einhvern hátt áþekk martraðarkenndri gönguferð Freuds um hina óþekktu
ítölsku borg. Við komum aftur og aftur að svipuðum lýsingum sem, að lestri
loknum, renna jafnvel saman í ringluðum huga okkar. Hve skarpan
greinarmun gerum við á dauðastundum Þórólfs Kveld-Ulfssonar og Þórólfs
Skalla-Grímssonar, á tildrögum þess að sá síðarnefndi setur spjót sitt fyrir
brjóst Hringi jarli og því þegar Egill rekur vopn í gegnum Fróða eða Ketil
höð? Að mínu viti felast mótsagnakennd áhrif sögunnar að einhverju leyti í
því hvernig hún endurtekur sömu frásagnarliði af slíkri þráhyggju að
endurtekningin sjálf verður í senn sefjandi og óhugnanleg.19
II
I bókinni Pouvoirs de l'horreur (1980) fjallar Julia Kristeva um þann hrylling
sem birtingarmyndir hins svokallaða „úrkasts" veki með okkur. Líkt og
Freud, í umræðu um óhugnað, telur Kristeva að margbreytileg reynsla
bernskunnar fylgi okkur allt lífið, en hún leggur áherslu á fyrstu mánuði
ævinnar þegar barnið fer að finna fyrir aðskilnaði við móðurina en skynjar
sig ekki enn sem einstakling. Það skynjar sig þess í stað sem úrkast eða
abject, eins og Kristeva nefnir það, að nokkru leyti með hliðsjón af orðunum
subject (hugvera) og object (viðfang). Samkvæmt kenningum Kristevu eru
tilfinningar barnsins mjög mótsagnakenndar á þessu tímabili. Það þráir
nýjan samruna við móðurina en óttast jafnframt tortímingu. Viðbrögð þess
við umheiminum geta verið fullkomin afneitun alls sem að því er rétt, það
fleygir frá sér hlutum og kastar öllu upp sem á að fara ofan í það.20
18 Þess má geta að Árni Sigurjónsson og Keld Gall Jörgensen hafa bent á ýmsar
samsvaranir milli frásagnarháttar íslendingasagna, ekki síst Egils sögu, og
uppbyggingar drauma eins og Freud hefur lýst þeim: „Saga og tegn. Udkast til en
semiotisk sagalæsning.“ Nordica 4 (1987), s. 167-88.
19 Sbr. umfjöllun Dagnýjar Kristjánsdóttur um hugmyndir bókmenntafræðingsins Peter
Brooks í greininni „Milli ljóss og myrkurs." Skímir 164 (vor 1990), s. 238-39. Brooks
túlkar kenningar Freuds um endurtekningarhvötina til að varpa ljósi á
bókmenntasköpun og lestur í Reading for the Plot. Design and Intention in
Narrative. Alfred A. Knopf, New York 1984.
20 Sjá Powers of Horror. An Essay on Abjection. Þýtt af Leon S. Roudiez. Columbia
University Press, New York 1982, s. 5-6. Hugtakið úrkast sem þýðing á „abject"