Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 69
Rjóðum spjöll í dreyra
67
Kristeva segir að matur, ýmis konar úrgangur, saur og sorp, séu meðal
þess sem geti kallað fram hrylling úrkastsins síðar á ævinni. Þannig lýsir hún
eigin viðbrögðum við því að snerta mjólkurskán með fingrum eða vörum:
„Ég kúgast og, enn neðar, krampi í maganum, kviðnum og öll líffærin
kreppa líkamann, kalla fram tár og gall, hjartað slær hraðar og sviti sprettur
fram á andliti og undir höndum.“21 Flest þekkjum við svipuð viðbrögð, að
minnsta kosti úr æsku, við einhverri sérstakri fæðu (ég gat ekki borðað heitt
slátur án þess að kúgast). Vessar líkamans - hráki, blóð, þvag, sviti og tár -
geta einnig vakið samskonar hrylling, að sögn Kristevu. Skynjun okkar á
þessum efnum ræðst á vissan hátt af tvíræðri stöðu þeirra. Þau eru, líkt og
barnið á úrkastsstiginu, á mörkum tveggja heima.22 Svipuðu máli gegnir
væntanlega um spýju sem telja má á mörkum þess að vera næring og saur.
Þegar við opnum Egils sögu með þetta í huga verða skipti Egils og
Ármóðs skeggs á vegi okkar. Gestgjafinn Ármóður gefur Agli og félögum
hans skyr að drekka en lætur síðan bera inn öl. Egill drekkur manna mest og
þar kemur að hann heldur ekki niðri blöndunni.
Egill fann þá að honum mundi eigi svo búið eira. Stóð hann þá upp og gekk um
gólf þvert þangað er Ármóður sat. Hann tók höndum í axlir honum og kneikti
hann upp að stöfum. Síðan þeysti Egill upp úr sér spýju mikla og gaus í andlit
Ármóði, í augun og nasirnar og í munninn, rann svo ofan um bringuna. En
Ármóði var við andhlaup og er hann fékk öndunni frá sér hrundið þá gaus upp
spýja. (s. 480)
Ósamrýmanlegir drykkir, skyr og öl, valda uppköstum Egils. Ógleðin
kemur innan frá. Spýja Egils veldur hins vegar uppsölum Ármóðs. Ógleðin
kemur að utan - augun sjá, nasirnar finna lykt, munnurinn bragðar - en
veldur ólgu í iðrunum. En er þessari keðjuverkun þar með lokið? Skynfæri
lesandans nema þessa lýsingu, hún svo að segja gýs í andlit okkar og kann að
kalla á frekari viðbrögð.23
Annað dæmi Kristevu um táknmynd úrkastsins tengist umræðunni um
kemur fram í grein Garðars Baldvinssonar um „Drauminn“ eftir Ástu Sigurðardóttir,
en þar fjallar hann sérstaklega um kenningar Kristevu um úrkastið. „ég vissi varla
hvar.“ Arsrit Torfhildar 1/1 (1987), s. 87-103. Af öðrum greinum á íslensku þar sem
stuðst er við hugmyndir Kristevu um úrkast má benda á umfjöllun Helgu Kress í
„Dæmd til að hrekjast. Um ástina, karlveldið og kvenlega sjálfsmynd í Tímaþjófnum
eftir Steinunni Sigurðardóttur." Tímarit Máls og menningar 49/1 (1988), s. 83, og
niðurlag Dagnýjar Kristjánsdóttur í „Aldrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móður...
Um ástina og óhugnaðinn í Gerplu." Tímarit Máls og menningar 49/3 (1988), s.
317-18.
21 Powers of Horror, s. 2-3.
22 Sama, s. 69.
23 John Stephens fjallar um þetta atriði Egils sögu og tengsl þess við goðsöguna um
skáldamjöðinn í „The Mead of Poetry: Myth and Metaphor." Neophilologus LVI/3
(1972), s. 259-68. Eineygður Ármóður minnir okkur á Óðinn, eineygðan guð
skáldskaparins.