Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 74
72
Jón Karl Helgason
Skalla-Grímur tók við exinni, hélt upp og sá á um hríð og ræddi ekki um, festi
upp hjá rúmi sínu.
Það var um haustið einnhvern dag að Borg að Skalla-Grímur lét reka heim
yxn mjög marga er hann ætlaði til höggs. Hann lét leiða tvo yxn saman undir
húsvegg og leiða á víxl. Hann tók hellustein vel mikinn og skaut niður undir
hálsana. Síðan gekk hann til með exina konungsnaut og hjó yxnina báða senn
svo að höfuðið tók af hvorumtveggja en exin hljóp niður í steininn svo að
munnurinn brast úr allur og rifnaði upp í gegnum herðuna. Skalla-Grímur sá í
eggina og ræddi ekki um, gekk síðan inn í eldahús og steig síðan á stokk upp og
skaut exinni upp á hurðása. (s. 413)
Þótt umgjörð þessarar lýsingar sé slátrun, verður hún ígildi blóts í sögunni,
þar sem lesendur eru í sporum safnaðar/áhorfenda. Við sjáum hvernig
dýrunum er tortímt, eins og um ólífræna gripi sé að ræða. Þessi hlutgerving
er undirstrikuð með því hvernig ólífrænum grip, gjöf Eiríks til Skalla-Gríms,
er tortímt um leið. Uxarnir verða höfðinu styttri, munnur axarinnar
sundrast. Aðferð Skalla-Gríms, sem leiðir uxana saman á víxl, hefur slátrun-
ina ennfremur upp af stigi hversdagslegra búverka. Eftir standa tveir höfuð-
lausir uxar. Blóðugir strjúpar þeirra snertast. I þögninni sem þessari lýsingu
fylgir ættum við að geta skynjað óslitið samhengi alls lífs, eins og Bataille
nefnir það.
Hér er ennfremur vert að athuga hvernig öxin, líkt og úlfurinn í vísu
Skalla-Gríms, tengir saman tvö merkingarsvið. I blaði axarinnar, sem Skalla-
Grímur lítur í að slátrun lokinni, endurspeglast mynd gefandans, Eiríks
blóðaxar. Blóðug öxin er táknleg hliðstæða Eiríks, meðferð Skalla-Gríms á
henni lýsir hug hans til konungsins. Margræðni eða blöndun af þessu tagi er
áberandi í Egils sögu, sem og í allri skáldlegri notkun tungumálsins, en
Bataille gefur einmitt í skyn að þetta einnkenni skáldskapar sé hliðstætt þeirri
blöndun sköpunar og eyðingar, lífs og dauða, sem eigi sér stað í erótík.31
I umfjöllun um erótísk kynmök leggur Bataille áherslu á að ofbeldi eða
einhvers konar afbrot liggi þeim til grundvallar. Hann telur, meðal annars, að
erótísk kynhvöt nærist á þeim hömlum sem lagðar eru á samræði fólks.
Erótík felist í því að virða boð og bönn að vettugi, sprengja viðurkenndan
ramma hegðunar. Þannig líkir hann elskhuga, á einum stað, við fórnarprest
sem sviptir fórnarlambið, ástkonuna, einstaklingseðli sínu.32 Þótt Egils saga
sé fjölbreytt verk, virðist höfundur hennar ekki hafa lagt sig sérstaklega eftir
að lýsa holdlegu samræði. Okkur er, til dæmis, aðeins sagt að ,,[k]ærleikar
miklir" hafi verið með Þórólfi Skalla-Grímssyni og Gunnhildi, eiginkonu
Eiríks blóðaxar (s. 412), við fylgjumst með Agli kveðast á við dóttur
Arnfinns jarls en fréttum aðeins að þau hafi drukkið saman um kvöldið og
verið „allkát“ (s. 426). Skömmu áður, þegar kemur að því að Þórólfur sæki til
brullaupsstefnu og gangi að eiga Ásgerði Bjarnadóttur, uppeldissystur Egils,
31 Sama, s. 25.
32 Sama, s. 90.