Skáldskaparmál - 01.01.1992, Side 75
Rjóðum spjöll í dreyra
73
fer engum sögum af samförum þeirra. Sjónarhorn frásagnarinnar fylgir þess
í stað Agli, sem tekur sótt við þetta tækifæri og getur ekki komið með í
brúðkaupið. í hverju felst þá kynferðisleg erótík Egils sögu} Jú, dokum við.
Egill hressist skömmu eftir að Þórólfur er farinn og slæst í för með Olvi,
húskarli Þóris hersis, í aðra veislu. Þess er getið að Þórólfur hafi siglt til
brúðkaupsins á langskipi einu miklu, en þeir Egill og Olvir fara siglandi á
róðrarferju. Hér greinist frásögnin í tvo þræði (eða siglingaleiðir). Annar
þráðurinn er sýnilegur, þar eru dregnar upp myndir ofbeldis og eyðingar.
Hinn þráðurinn er falinn, hann snýst um ást og einingu. Saman flétta þeir
eina „erótíska“ taug.
í stað lýsingar á brúðkaupi Þórólfs og Ásgerðar, fylgjumst við með Agli í
húsum Eiríks konungs í Atlaey, en fyrir þeim ræður maður sem Bárður
heitir. Þegar Egill og félagar koma votir til bæjar vísar Bárður þeim fyrst til
eldahúss sem er „brott frá öðrum húsum“ (s. 418). Þar lætur hann þurrka föt
gestanna, setja borð og býður þeim síðan að éta brauð og smjör og drekka
skyr og áfir. Tvívegis harmar Bárður að hann eigi ekki öl handa gestum
sínum, en kaflanum lýkur á málsgreininni: „Hálm skorti þar eigi inni. Bað
hann [Bárður] þá þar niður leggjast til svefns“ (s. 418). Fram til þessa má ætla
að þræðirnir tveir séu hliðstæðir, nema hvað viðgjörningur Bárðar er
væntanlega ekki eins glæsilegur og þau veisluföng sem Björn höldur,
verðandi tengdafaðir Þórólfs, hefur í brúðkaupsveislunni. Það að þeim Agli
skuli boðið að leggjast til svefns gefur til kynna að framhald frásagnarinnar
samsvari brúðkaupsnótt þeirra Ásgerðar og Þórólfs.
í upphafi næstu málsgreinar hefur sjónarhornið horfið frá Agli og
félögum í eldahúsi. Við erum stödd í stofu Bárðar þar sem Eiríkur konungur
og Gunnhildur kona hans sitja dísarblót og er þar drykkja mikil. Konungur
undrast um gestgjafann og er honum þá sagt að Bárður sé að huga að
húskörlum Þóris hersis í útihúsi. Eiríkur lætur þá kalla Egil og félaga inn,
þeim er gefið öl að drekka og „kom svo að förunautar Olvis gerðust margir
ófærir, sumir spjóu þar inni í stofunni en sumir komust út fyrir dyr“ (s. 419).
Ekki er þess getið að Egill kasti upp. Þess í stað drekkur hann ótrauður af
horni Ölvis og kveður síðan vísu þar sem hann átelur Bárð fyrir að hafa logið
um ölskort á bænum. Vísa Egils kemur í stað spýjunnar sem stendur uppúr
samferðamönnum hans. Yfir vötnunum, rétt eins og í frásögninni af Ármóði
skegg, svífur goðsögnin um skáldamjöðinn, þá blöndu hráka, blóðs, hunangs
og spýju sem menn súpa af til að geta ort.
Bárður tekur ásakanir Egils illa upp og fær Gunnhildi drottningu með sér
til að blanda drykk Egils ólyfjan. Þau hyggjast stöðva það flæði orða sem frá
Agli kemur.
Egill brá þá knífi sínum og stakk í lófa sér. Hann tók við horninu og reist á rúnar
og reið á blóðinu. Hann kvað: