Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 76
74
Jón Karl Helgason
Ristum rún á horni,
rjóðum spjöll í dreyra.
Þau vel eg orð til eyrna
óðs dýrs viðar róta.
Drekkum veig sem viljum
vel glýjaðra þýja.
Vitum hve oss of eiri
öl það er Báröðr signdi.
Ristum rún á hornið.
Rjóðum orðin í blóði.
Þau orð vel ég horninu
[eyrna róta viðar óðs dýrs].
Drekkum að vild veigar þær
sem kátar ambáttir hafa borið fram.
Vitum hvernig öl það sem
Bárður signdi fer með okkur.
Hornið sprakk í sundur en drykkurinn fór niður í hálm. (s. 419-20).
Máttur rúnanna bjargar hér hugsanlega lífi Egils, en um leið verður
drykkjarhornið einskonar vasaútgáfa af frásögn Egils sögu í heild, sem öll er
roðin blóði.33
En þótt hornið sundrist heldur frásögnin af veislunni áfram og lýkur á
brottför Egils:
Þá tók að líða að Olvi og stóð þá Egill upp og leiddi hann út til dyranna. Egill
kastaði yfirhöfn sinni á öxl sér og hélt á sverðinu undir skikkjunni. En er þeir
koma að dyrunum þá gekk Bárður eftir þeim Agli með horn fullt og bað Olvi
drekka brautfararminni sitt. Egill stóð í dyrunum og kvað vísu:
Ölvar mig því að Ölvi
öl gerir nú fölvan.
Atgeira læt eg ýrar
ýring of grön skýra.
Ollungis kanntu illa,
oddskýs, fyr þér nýsa,
rigna getr að regni,
regnbjóðr, Háars þegna.
Ég gerist nú ölvaður enda
er Ölvir orðinn fölur af
drykkju Ég læt ölið [atgeira
ýrar ýring] freyða á vörunum.
Þú kannt fótum þínum
illa forráð, hermaður [oddskýs
regnbjóðr]. Skáldskapnum
[regni Háars þegna] rignir.
Egill kastaði þegar niður horninu og greip sverðið og brá. Myrkt var orðið í
stofunni. Egill lagði sverðinu að Bárði miðjum svo að blóðrefillinn gekk út um
bakið. Féll Bárður niður dauður en blóð hljóp úr undinni. Þá féll Olvir og gaus
spýja úr honum. Egill hljóp út um forstofudyrnar en niðamyrkur var úti. Tók
Egill þegar á rás af bænum.
Gengu menn út úr stofunni og sáu að þeir voru fallnir báðir, Bárður og Olvir,
og hugðu menn fyrst að hvorir þeirra mundu hafa vegið annan. En af því að
dimmt var lét konungur bera til ljós og sá þá hvað títt var um Ölvi, að hann lá
þar í spýju sinni í óviti, en Bárður dauður og flaut í blóði hans gólf allt. (s. 420)
Aðdragandi og eftirmáli þessarar síðustu vísu sem Egill fer með í veislu
Atleyjar-Bárðar kallast á margvíslegan hátt á við það sem á undan er
komið.34 Líkt og hornið, sem Egill sprengdi með orðkyngi, sundrast nú
33 Laurence de Looze fjallar um fjölmargar slíkar sjálfsmyndir listaverksins (mise en
abyme) í einstaklega skemmtilegri grein, „Poet, Poem and Poetic Process in Egils Saga
Skalla-Grímssonar.“ Arkiv för nordisk filologi 104 (1989), s. 123-42.
34 Carol J. Clover ræðir um þessa vísu og goðsögnina um skáldamjöðinn í „Skaldic
Sensibility." Arkiv för nordisk filologi 93 (1978), s. 63-81.