Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 80
78
Viðar Hreinsson
sem einhver ákveðin viðhorf til þess liggja að baki. Völsunga sögu má t.d.
túlka sem sögu ættar í siðferðilegu ljósi, Hrólfs saga er örlaga- og hetjusaga
með siðrænu ívafi.
Nú hafa menn gjarnan viljað halda á lofti hreinlífi bókmenntategunda og
þótt koma lítið til verka af þessu tagi þar sem öllu ægir saman. Helst væru
þau verk einhvers virði þar sem efnið er ævafornt. Málið er þó alls ekki svo
einfalt, að það sé einhlítur mælikvarði á þroska bókmenntagreina eða gæði
einstakra verka, hversu til hefur tekist að dauðhreinsa þau af utanaðkomandi
áhrifum eða einkennum annarra bókmenntategunda. Þvert á móti er
blöndun af þessu tagi oft holl, hún getur stuðlað að þróun og þroska
frásagnagreina og jafnvel birst sem aðal einstakra verka.
Ein af hugmyndum Mikhails Bakhtins kallast í enskum þýðingum
‘hybridization’, sem þýða mætti með orðinu blöndun. Það er, með orðum
Bakhtins, „blanda tveggja félagslegra tungumála innan marka einnar til-
tekinnar segðar, tengsl innan sviðs segðar, milli tveggja mismunandi mállegra
vitunda sem tímabil, félagslegur mismunur eða eitthvert annað afl greinir
að.“2 Segð er teygjanlegt hugtak hjá Bakhtin, en það táknar nánast sérhverja
afmarkaða orðræðuheild, allt frá stuttum orðum eða setningum í formi
tilsvara, til heilla ritverka. Hins vegar má færa þetta nær nútímalegri hugtaka-
notkun með því að skilgreina ‘hybridization’ sem blöndun mismunandi
orðræðna innan sömu textaheildar.
Málleg vitund er annað lykilhugtak hjá Bakhtin. Þar er átt við tungutak
sem er mótað á einstaklingsbundinn hátt. I þeirri ritgerð (Discourse in the
Novel) þar sem Bakhtin setur þessar hugmyndir fram er hann fyrst og
fremst að fjalla um skáldsöguna og segir að þar sé um að ræða meðvitaða
blöndun tveggja eða fleiri einstaklingsbundinna mállegra vitunda.3 Höfundur
birtir vitaskuld sína eigin mállegu vitund en setur auk þess fram í verki sínu
tungutak og hugsun a.m.k. eins annars aðila. Segja má að heimssýn annars
lýsi upp heimssýn hins, viðhorf þeirra takast á, jafnvel innan einstakrar
málsgreinar. Þetta þýðir raunar ekki annað en að bókmenntir, og ekki síst
skáldsagan, fela í sér endalausan leik með tungumálið, málleg vitund eða
sjálfsvitund er óvíða meiri en þar.
Á hinn bóginn er þessi blöndun alltaf að starfi, ómeðvitað, í öllum
tungumálum. Blöndun er einn helsti hvatinn að baki breytingum á
tungumálum, þegar mismunandi tungutak blandast innan sömu mállýsku
eða þjóðtungu. En þetta er ekki aðeins blöndun mismunandi tungutaks,
heldur blöndun félags- og mállegra heimssýna, óskýr og ómeðvituð þegar
enginn gerir sér mat úr blönduninni. Þrátt fyrir það er einmitt þessi blöndun
2 Mikhail Bakhtin: The Dialogic Imagination. Texas 1981, bls. 358. Enska orðið
utterance er hér þýtt með orðinu segð, að hætti aðstandenda bókarinnar Spor í
hókmenntafræði 20. aldar, ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín
Viðarsdóttir, Reykjavík 1991, sjá t.d. nmgr. bls. 81 og 100.
3 The Dialogic Imagination, bls. 359.