Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 81
Hver erþessi Grettir?
79
frjó, hún felur í sér, að mati Bakhtins, frækorn nýrra viðhorfa til heimsins,
nýrra möguleika á að ná tökum á heiminum með orðum, að hneppa heiminn
í orð. Málið og vitundin taka stöðugum breytingum frammi fyrir heiminum.
Þetta eru tvö ystu skaut sama fyrirbæris, hin ómeðvitaða blöndun í sjálfu
málinu, með ótæmandi möguleikum, og hæsta stig hinnar mállegu vitundar í
skáldsögunni, þar sem meðvitað er leikið með blöndun. Hvernig til tekst
innan einstakra frásagna getur verið mjög mismunandi, en útkoman er að
miklu leyti mælikvarði á skáldskaparlegt vitundarstig frásagna á borð við
íslenskar fornsögur, hvernig og hve mikið höfundar nýta sér þá möguleika
sem felast í blöndun máls, til að stefna saman og láta takast á ólíkar hug-
myndir og viðhorf innan sama verks, eða, ef skáldskaparvitundin er minni,
hvort söguhöfundar hafa lag á að sníða af sérkenni efnis af mismunandi
uppruna. Útkoman segir því til um getu söguhöfundar og hæfileika til að
sveigja sundurleitt efni undir innri rök verksins og um leið getu til að vinna
enn frekar úr þessum innri rökum, t.d. koma til skila einhverri ákveðinni
hugsun eða hugmyndum sem ekki er hægt að segja á annan hátt. Sagnamenn
eru alltaf öðrum þræði að hugsa með fulltingi frásagnar, vinna úr heiminum
á sinn einstaka hátt.
Blöndun er hugtak sem tengja má við ætlun höfundar, yfirsýn hans,
málvitund, aðferðir hans við fléttun söguefnisins og ekki síst þá fjarlægð sem
honum tekst að mynda á milli verks og veruleika. Þegar „góðar“, klassískar
sögur hafa innlimað framandi efni með rætur í framandi hugarfari á þann
hátt að ekki myndast nein togstreita milli aðskotaefnisins og sjálfs sögu-
efnisins og þeirrar hefðar sem það er mótað af, eins og t.d. hið riddaralega
yfirbragð í Laxdælu eða kristnin í Njálu, þá er erfitt að segja til um hvort
blöndunin sé notuð meðvitað, til að ná fram einhverjum sérstökum áhrifum
eða hvort sundurleitt efni sé einfaldlega vel brætt saman. Sú hefð sem þessar
sögur eru skrifaðar inn í er a.m.k. víkkuð út, um leið og henni er ögrað.
Engum þarf að blandast hugur um að Grettla er fyrirtaks dæmi um vel
heppnaða blöndun efnis og mismunandi orðræðu. Efni hennar er tekið úr
öllum áttum og stíll sögunnar er fjölbreyttur. Höfundi Grettlu hefur oft
verið legið á hálsi fyrir þessa fjölbreytni, menn hafa haft horn í síðu upphafs
sögunnar, ýmissa innskota og lokakafla hennar. Þrátt fyrir allar aðfinnslur
manna og tilraunir til þess að hluta söguna niður á kjötborði textafræðinnar,
þá hefur oft verið sýnt fram á að sagan sé heilsteypt verk.4
Menn eru alltaf að yngja Grettlu, kannski er hún ekki eldri en frá síðari
hluta 14. aldar, enda ber hún mörg einkenni yngri sagna sem löngum hafa
verið brennimerktar sem hnignunarbókmenntir t.d. vegna flatra mann-
lýsinga, staðlaðrar atburðarásar og skorts á raunsæi. Gallinn við Grettlu er
bara sá að hún er líka klassísk, það er ýmislegt við hana sem lyftir henni,
4 Nýjasta lóðið á þá vogarskál er grein Guðmundar Andra Thorssonar, „Grettla“,
Skáldskaparmál I, 1990. Þar sýnir hann fram á að Spesar þáttur sé „lífrænn hluti
sögunnar." (bls. 111)