Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 84
82
Viðar Hreinsson
Ágústínus fæst við þær þversagnir tímans sem við rekumst á þegar við
hugleiðum fortíð, nútíð og framtíð sem streyma hjá án þess að hönd á festi.
Þessi reynsla raskar mannshuganum, teygir úr honum í minningu, athugun
og eftirvæntingu. Röskunin getur vakið angist, tilfinningu fyrir því að maður
sé að missa fótanna í tilverunni. Einhvers konar markmið eða ásetningur
(intentio), er það sem aftur getur fest hugann. Fyrir Ágústínus er markmiðið
að sameinast eilífðinni og ríki guðs, en Ricoeur tekur þess í stað upp
muthoshugtak Aristótelesar, sögufléttun sem skoða má sem virka athöfn og
svar við röskun hugans. Þannig séu sögur haldreipi okkar gagnvart sundrun
tímans. Mimesishugtakið, eftirlíkingin, tengir hversdagsreynslu og þar með
reynslu af tímanum við sögufléttunina. Athafnir okkar verða þá liðir í
skipulegri framvindu. Fléttunin er ekki kerfi, heldur athöfn sem fléttar
kerfisbundið saman sögu eða skipar niður efninu í tímanlega heild. Mimesis
er hins vegar sú athöfn sem líkir eftir einhverju eða lýsir því. Það
mimesishugtak sem Ricoeur tekur frá Aristótelesi er í raun samruni fléttunar
og eftirlíkingar. Það felur jafnframt í sér samleik röskunar og samræmis
(discordance/concordance), sýnir að verið sé að koma skipan á sundurlausa
reynslu. Mimesis er skapandi og ummyndandi eftirlíking, ekki afritandi, og
felur líka í sér birtingu (representation) veruleikans. í því felst ákveðið
sjálfstæði, rof á milli veruleika og verks - fjarlægingu skáldunarinnar. Með
skálduninni fjarlægir höfundur verkið frá veruleikanum.
Eftirlíkjandi ummyndun veruleikans fer fram á þrennan hátt: hinn
hagnýti háttur sem líkir eftir og ummyndar er mimesisx; sjálf skáldunin er
mimesis2; og viðtökurnar eru mimesisy
Mimesisx felst í forskilningi á heimi athafnanna; formgerð þeirra, tákngildi og
tímanlegum einkennum:
1) Ef sögufléttun er eftirlíking athafna þá krefst það kunnáttu og getu til
að þekkja athafnir almennt út frá formgerðareinkennum þeirra. Því
byggist sögufléttun á getunni til að þekkja athafnir frá öðrum
efnislegum hreyfingum og til að kunna skil á gerendum, markmiðum,
aðferðum o.s.frv. og það er nauðsynlegt að þekkja hlutverk einstakra
staðbundinna athafna í lengra ferli.
2) Ef eftirlíking leggur áherslu á merkingu athafna krefst það einnig
getunnar til að þekkja táknræna miðlun athafna. Athafnir eru ekki
aðeins merkingarbærir liðir í atburðarás - heldur fá þær táknræna
merkingu. Athafnir eru alltaf nátengdar táknrænni merkingu og verða
einnig læsilegar sem slíkar.
3) Hin þriðja hlið forskilningins snýst um tímanleika. Við erum í tímanum
og upptekin af honum. Hversdagsleikinn kemur fortíð og framtíð fyrir
í núinu og tíminn hefur margar hliðar sem ekki er hægt að ná utan um
með mælingu. Það að við erum sífellt upptekin af tímanum ákvarðar
þýðingu hans áður en hann er mældur og rýfur línulag hans. Það sést á