Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 85
Hver erþessi Grettir ?
83
fjölbreyttri huglægri málnotkun varðandi afstæðan tíma, „að hafa tíma,
að missa tíma, þá, eftir, fyrr, síðar, meðan, síðan, þangað til, nú, þá,
stundum, alltaf, aldrei“ o.s.frv.
Mimesis2 snýst um hið fjarlægða skáldverk, eða öllu heldur hina fléttuðu
frásögn, hvort sem hún gerir tilkall til sannleikans eða ekki. Uppbyggingin er
svipuð og í mimesisx - um er að ræða sömu þrjú stigin á sviði skáldskapar í
stað sviðs þekkjanlegra, áþreifanlegra athafna.
1) Fléttan tengir saman einstaka atburði og frásögnina sem heild. Fléttan
ummyndar mismunandi atburði í frásögn, skipulega og skiljanlega
heild. Það hangir fleira á spýtunni en einföld röð atburða, það er
ákveðin skiljanleg og hugsuð heild sem er sett saman.
2) Sögufléttun færir saman margvísleg atriði eins og gerendur, markmið,
aðferðir, gagnvirk tengsl, aðstæður og óvænt málalok. Það félli allt í
ljúfa löð ef ekki yrðu flóknar og óvæntar uppákomur. Þær bætast við
þessa þætti og gera það að verkum að fléttunni mætti lýsa sem átökum
milli samræmis og röskunar. í því felst að samkvæmt forskilningi
mannlegra athafna í mimesis^ geta þær haft mismunandi merkingu og
það er þessi mismunandi merking sem drepur samræmi fléttunarinnar á
dreif, framvindan markast af öllu því sem raskar samræminu.
3) „Fléttan miðlar, í þriðja lagi, á milli hinna tímanlegu einkenna. Þetta
leyfir okkur að alhæfa og kalla fléttuna heildarmynd margbreytn-
innar.“10 Hin tímanlegu einkenni fullkomna samleik röskunar og
samræmis. Fléttunin tengir saman tvær tímanlegar víddir, aðra krónó-
lógíska og hina ekki. Hin krónólógíska vídd byggir upp tímaröðina,
þáttun og atburðarás. Hin víddin er mótandi og gerir það að verkum að
fléttan breytir margvíslegum atburðum í sögu, safnar þeim saman í
einingu tímanlegrar heildar, svipað verkan dómgreindarinnar sam-
kvæmt kenningum Kants. Dómgreindin er, sagði Kant, áskapaðir
ályktunarhæfileikar, getan til þess að draga saman eða sundurgreina
reynslu á reglubundinn hátt.11
Með því að miðla á milli atburðar og sögu myndar fléttunin það sem Ricoeur
kallar „fylgjanleika" (followability) sem er hin skáldlega lausn á þver-
sögninni um ásetning og röskun. „Sú staðreynd að hægt er að fylgja sögunni
breytir þversögninni í lifandi díalektík."12 Hin mótandi vídd gengur þvert á
þáttun og atburðarás hinnar krónólógísku og gæðir hana heildarhugsun og
merkingu. Fyrir tilstilli þessarar „hugsandi“ athafnar er hægt að snúa allri
fléttunni í eina hugsun frá upphafi til enda, þema sögunnar.
10 Time and Narrative, bls. 66.
11 Immanuel Kant: Kritik der reinen Vernunft, önnur endurbætt útgáfa, Riga 1787, bls.
172, hér er vísað í Suhrkamp útgáfu, Frankfurt am Main, 1974, bls. 184.
12 Time and Narrative, bls. 67