Skáldskaparmál - 01.01.1992, Qupperneq 87
Hver er þessi Grettir?
85
koma til skila óbrenglaðri samfelldri frásögn en með öðru stiginu er gengið
einu mímetísku þrepi hærra, þegar unnið er úr hinum margvíslegu öflum
sem takast á innan hverrar sögu. Öll þessi öfl, gerendur og aðstæður, búa yfir
fjölbreyttum merkingarmöguleikum sem síðan er hægt að túlka á mis-
munandi vegu. Það er hér sem hægt er að leika með þessa möguleika, skipa
öflunum niður á þann hátt að einskonar merkingarauki víkki allt hið
skáldlega svið sögunnar. Egla, Njála, Víga-Glúms saga o.fl. birta skýra
atburðarás en þegar dýpra er kafað í hana má sjá ýmis þemu sem öllu máli
skipta fyrir þá atburðarás sem birtist á yfirborðinu, eins og t.d. einstakl-
ingshyggja Eglu, siðaboð samfélagsins í Njálu og pólitísk og siðferðileg
breytni einstaklings í Glúmu. Eins er það á þriðja stiginu, það eru öflin sem
drepa hinni krónólógísku vídd á dreif sem gera sögurnar að sögum sem hægt
er að fylgja eftir. Hin innri átök sagnanna mynda kjarnann, frekar en röð
atburða. Egla væri fábreytt runa mannrauna ef viðureign Egils og frænda
hans við norska konungsvaldið mótaðist ekki af rismiklum mannlýsingum.
Hinar endalausu deilur Njálu öðlast dýpt við það að þar eru á ferð lifandi
manneskjur sem öðrum þræði fást við dýpri rök tilveru sinnar, allt
sögusviðið er því marki brennt. Og sama gildir um Glúmu, samspil breytni
Víga-Glúms, örlaga hans og tengsla við forfeður sína er sá kjarni sem er
hafinn yfir hina krónólógísku atburðarás. Hins vegar eru þessar sögur, eins
og drepið var á hér að framan, enn tiltölulega bundnar því hlutverki að
endurskapa í sögum fortíð sem var meira og minna lifandi í hugum
samtíðarinnar. Höfundar þessara sagna létu lítið á sér bera, földu sig sem
mest bak við efnið en notfærðu sér út í æsar þá möguleika sem merkingar-
aukinn bauð upp á til að velta upp djúpstæðum mannlegum vandamálum.
Þeir víkkuðu merkingarsvið hinnar einföldu atburðarásar. Robert Kellogg
hittir naglann á höfuðið hvað þetta varðar:
This is precisely the way in which the Icelandic family sagas are so remarkable.
Whatever else they may share with traditional narrative they neither exploit the
narrative potential of authorship nor do they take out of pure narrative solution
the high degree of intelligence with which they think about deeply significant
social, political, legal, and ethical issues.16
Vel má taka undir orð Kelloggs um eiginleika hinna hreinu frásagna, en
aftur á móti var það svo að þegar leið á sagnaritunina tóku sagnaritarar
einmitt að nýta sér þá möguleika sem fólust í „authorship". Þeir nýttu sér þá
fjarlægð sem myndast hafði milli þeirra sjálfra og efniviðarins.
Þegar kemur fram á 14. öld gerist tvennt. Sögurnar fjarlægjast hinn
áþreifanlega, nána og þekkjanlega veruleika þess samfélags sem „skrifaði"
sögurnar. Tími og rúm sagnanna skipta minna máli, fornaldarsögurnar gerast
í nánast óhlutbundnum tíma og rúmi. Sögusvið hinna yngri Islendingasagna
16 Robert Kellogg: „Varieties of tradition in medieval narrative". Medieval Narrative. A
Symposium. Ritstj. Hans Bekker-Nielsen ofl, Odense 1979, bls. 126-7.